Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 69
BÚNAÐARRIT.
65
var tæpur helmingur af öllu svæðinu, og var gróðursett
í pað á áður nefndum tíma, 12.—14. júní.
Rófurnar voru raðhreinsaðar frá 16.—18. júní, gris-
jaðar og hreinsaðar með rófuhaka frá 21.—23. júní; 10
puml. bil var haft á milli plantnanna í röðinni; eftir það
voru þær raðhreinsaðar þrisvar, en þó gerði eigi betur
en að það tækist að halda arfanum svo í skefjum, að
eigi hlytist tjón af honum.
Sáð var á flatt land, ekki hryggi, með Buchtrups og
Planet jun. sáðvélum. Raðhreinsað var með vél frá
Buchtrup í Randers, er hesti var beitt fyrir; raðhreinsi-
vél þessi er einkar-vel löguð fyrir illa myldna jörð.
Rófurnar spruttu yfirleitt mætavei. Eyður voru þó
til og frá í garðinum, er komu fram af því, að nem-
endum bændaskólans var leyft að raðhreinsa rófurnar
með hestafli, en til þess þarf dálitla æfingu, svo vel fari.
Uppskera af fóðurófum var alls 260 tunnur eða sem
samsvarar 162 tunnum af vallardagslátttu. Af gulrófum
fengust 80 tunnur eða sem samsvarar 91 tunnu af
vallardagsl.
Frá 20.—25. september voru rófurnar teknar upp
og keyrðar saman í opna gryfju, sem var 3' á breidd
og 1' á dýpt; rófuhaugurinn var hafður S1/^' á hæð eða
2V2' yflr jörð og hryggmyndaður; þakinn var hann utan
með hrísi og 5 þuml. þykku heylagi; utan á það var
fyrst mokað um 5 þuml. þykku moidarlagi, en mænir-
inn hafður opinn. Fyrstu dagana í nóvember var bætt
við moldina, svo lagið varð 12 þuml. þykt. Seinna
mundi eigi hafa veitt af að bæta öðrum 12 þuml. við,
ef rófurnar hefðu verið geymdar fram eftir vetri, og þá
mætti senniiega byrgja mæninn með þunnu moldarlagi.
Kartöflur voru settar í s/4 vallardagsláttu; x/8 af því
voru gamlir garðar, en hitt sendinn og vel myldinn mýrar-
jarðvegur.
Til útsæðis voru notaðar 4 tn. af Akraneskartöflum,
sem samsvarar 6 tn. á vallardagsl. 22.—24. maí voru
5