Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 70
BÚNAÐARRIT;
68
kartöflurnar lagðar 3 þuml. djúpt; á milli raðanna voru
hafðir 24 þuml., en 10 þuml. á milli kartaflnanna í röð^
unum. 8. júní byrjuðu þær að koma upp. 16.—18.
júní voru þær raðhreinsaðar; 30. júní voru þær raðhreins-
aðar og hreykt að þeim. 10.—15. júlí var hreykt að
þeim á ný; seinast í júlí og um iniðján ágústmánuð var
svo hreykt að þeim eftir því sem með þurfti.
Að hreinsun og hreyking kartaflnanna var mest unnið
með vél, er hesti var beitt fyrir. Yél þessi heitir Planet
Jr. nr. 7.
Seinast í ágúst og fyrst í september komu nætur-
frost, sem skemdu kartöflugrasið töluvert, einkum á þeim
kartöflum, er lagðar voru í mýrarjarðveginn.
Prá 10.—22. september voru kartöflurnar teknar
upp. Af mýrarjarðveginum fengust 29 tn. (3,5 ten.feta)
eða sem samsvaraði 63 tn. af vallardagsl. Úr görðunum
fengust 27 tn. eða sem samsvarar 93 tn. af vallardagsl,
Kartöflurnar eru geymdar á sama hátt og rófurnar.
Áður en þær voru látnar í gryfjuna, voru þær breiddar í
sólskinsdeyfu og mesta moldin og bleytan þurkuð af þeim.
Tvívegis heflr verið skoðað í kartöflubynginn; voru kar-
töflurnar þurar og þéttar, jafnt þær efstu sem þær neðstu.
Hiti 2° ö., en þá hafði verið hart frost nokkra daga.
Þótt lítil reynsla sé fengin enn, virðist vel mega
geyma rófur og kartöfiur í svipuðum haugum („Kuler")
hér á landi og venja er erlendis. Eg tel geymsluna hafa
heppnast mjög vel í ár; vil eg sérstaklega benda á bort-
felsku rófuna (löng rófa með gulu kjöti, þurefnarik), er
geymdist mætavel. Yar hún gefln síðast, nú rétt ný-
búin, nema örfáar tunnur, sem ætlaðar eru svínum.
Yoru þær öldungís eins og í haust úr gaiðinum. Ekki
oin einasta skemd. í ár hefir engin rófa hlaupið í njóla.
Þess má geta, að reynsla er fengin fyrir því annars-
staðar, að mjög illa gengur að geyma rófur, sem snemma
eru teknar upp, óþroskaðar. Yilja þær halda áfram lifs-
starfaemi sinni, jafnvel eftir að þær eru komnar í rófu-