Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 74
70
BÚNAÐARRIT.
héraSssýningu í Þjórsártúni við Þjórsárbrú 10. júlí.
Voru þar sýnd að eins karldýr. Frá þessari sýningu er
skýrt annarsstaðar í þessu hefti Búnaðarritsins.
í þessari ferð var eg á fundi í Mýrdalnum og hólt
þar fyrirlestur. Einnig var eg á aðalfundi Búnaðarsam-
bands Suðurlands 19. júní og fundi SWðra-félagsins 11. júlí.
Nokkru eftir að eg kom úr þessari ferð skrapp eg
austur í Fióa, 3. ágúst, til þess að taka út Ilraunsár-
skurðinn á Breiðumýri og kampana í Hraunsá. Var að
eins 4 daga í ferðinni.
Svo lagði og aftur á stað 8. ágúst og ferðaðist þá
um Borgarfjörð, Norðurland, mestan hluta Strandasýslu
og Dalasýslu. í þessari ferð var eg 68 daga; kom heim
14. okt.
í Borgarfirðinum mældi eg fyrir vatnsleiðslu inn í
bæi á 19 heimilum; þar af á 9 bæjum í Hálsasveit og
7 bæjum í Reykholtsdal. — Á Norðurlandi heimsótti eg
flest smjörbúin þar, hrossaræktunarbúið í Skagafirði,
nautgripafélögin o. s. frv. Skoðaði girðingastæði í Ból-
staðahlíðarhreppi og leit eftir nýgerðum girðingum, þar
á meðal í Reykjahverfi, Eyjafirði og Húnavatnssýslu.
í Strandasýslu skoðaði eg girðingarstæði yfir Bjarna-
nesháls og leiðbeindi á nokkrum bæjum með áveitu og
girðingar. Þar var eg einnig á sýningu á Heydálsá, er
haldin var fyrir 3 hreppa, Fellshrepp, Kirkjubólshrepp og
Hrófbergshrepp. Er það fyrsta búfjársýningin, er haldin
hefir verið í þeirri sýslu. — í suðurleiðinni var eg á 5
sýningum, einni í Dalasýslu, að Hóli í Hvammssveit,
þremur í Borgarfirðinum, að Sigmundarstöðum í Hálsa-
sveit, Deildartungu í Reykholtsdal og Orund í Skorr.a-
dal, og svo ioks einni, er haldin var að Heiðarbœ, fyrir
Þingvallasveit og Grafning í Árnessýslu.
Auk þessa var eg á fjórum fundum í ferðinni, á
Þverá í Öngulsstaðahreppi, Möðruvöllum í Hörgárdal,
Stóru-Borg i Húnavatnssýslu og Sveinsstöðum í sömu sýslu.