Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 82
78
■BÚNAÐARRIT.
þum). og lengd 41 þuml. Vöxturinn lýtalaus. Hann
er ættaÖur frá Laugardælum. Móðir hans, Rausn,
mjólkar 2800 potta yfir árið. Fituhlutfallið 3,70°/o-
Faðir hans var Skrámur sá, er fókk 2. verðl. á hór-
aðssýningunni 1906 og 1. verðl. á hóraðssýningunni
1907. Móðir gamla Skráms mjólkaði 3600 potta
síðustu árin. Fituhlutfallið 3,85°/0. (JBúnaðarritið
XX. bls. 268)j
8. Brandur, 1 Va árs, eigandi Hafliði Jónsson á Birnu-
stöðum, fékk 4. verðl. 10 kr. Vöxturinn sagður
góður. Ónógar upplýsingar að öðru leyti.
9. Ljötur, svartskjöldóttur, ^j2 árs, frá nautgripafé-
lagi Hreppamanna, fékk 4. verðl. 10 kr. Brjóstum-
mál 66 þuml. og lengd 47 þuml. Þykir vera þunnur,
einkum að aftan, og vaxtarlagið að öðru leyti ekki
gott. Hann er ættaður frá Móeiðarhvoli og kominn
af góðu kyni í báðar ættir. Móðir hans, ágæt
mjólkurkýr, fékk 1. verðl. í fyrra á sýningunni í
Lambey.
Verðiaunin hafa skifst á verðlaunagripina þannig:
1. verðlaun ........................... 1 hestur 2 naut
2. verðlaun ........................... 2 hestar 1 —
3. verðlaun ........................... 6 — 3 —
4. verðlaun ........................... 3 — 3 —
Ásamt verðlaununum 'fengu eigendur gripanna skraut-
prentuð skírteini, þar sem ritað var á nafn, aldur og litur
verðlaunagripsins og nafn og heimili eiganda.
Sýningin var eigi svo vel sótt sem skyldi, og grip-
irnir ærið misjafnir. Nautin voru þó fyrir sitt leyti betri;
en þau voru fá. — Hestarnir voru jaínmargir og á sýn-
ingunni 14. júlí 1906, en nautin voru þá 16, en eigi
nema 11 í sumar.
Upplýsingar um flesta gripina voru einnig mjög ó-
fullnægjandi, sérstaldega að því er snertir œtt þeirra og
kynferðii Veldur því tíðast hirðuleysi og gleymska. En