Búnaðarrit - 01.01.1910, Síða 86
I
82 BÚNAÐARRIT.
irkju á Islandi í fornöld og á miðöldunum. Besta rit-
gjörð um það efni er bæklingur Jóns Snorrasonar,
síslumans Skagfirðinga (t 1771), ritaður á latínu, er
kom út í Kaupmannahöfn 1757 og nefnist: Tractatus
historico-physicus de agricultura Islandorum.1 Jón hefur
notað eigi að eins íslendingasögur, heldur og fornbrjef
íslensk, einkum Wilchinsmáldaga, sínu máli til sönn-
unar. Og þeir íslendingar, sem síðan hafa ritað um
þetta, og ritað allvel, svo sem Baldvin Einarsson (Ár-
mann á Alþingi II. b.) og Arnljótur Ólafsson (N. Fjel-
agsrit XV. b.) hafa mikið stuðst við rit Jóns. Konr.
Maurer gefur gott ifirlit ifir helstu staði í Grágás
og fornsögunum um þetta efni í riti sínu .Island', 16.
—19. bls., enn fornskjöl hefur hann lítt notað, enda
var þá ekki út komið nema firsta bindið af ísl. Forn-
brjefasafni. Bæði Maurer og öðrum, sem síðan hafa
skrifað um þetta efni, hættir til að gera heldur lítið úr akur-
irkjunni hjá forfeðrum vorum, og sumir segja jafnvel,
að hún hafi verið „fremur til gamans enn gagns“.2 Úr
því máli verður ekki skorið öðruvísi enn með því að
safna í eitt þeim vitnisburðum um kornrækt, sem finn-
ast í fornritum vorum. fetta mun jeg reina að gera á
þeim blaðsiðum, sem hjer fara á eftir, og vil jeg þó ekkv
fullirða, að jeg hafi tæmt efnið.
Skarpan greinarmun verður að gera á samtíða vitnisburð-
um og vitnisburðum um löngu horfna tíð. Vitnisburðir, sem
komafirir í íslendingasögum,þeim erlísa „söguöldinni" (um
og firir árið 1000), hafa ekki sönnunargildi samtiða sagna,
enn þó eru þeir als ekki marklausir. Að minsta kosti
sanna þeir, að höfundunum hafi verið kunnugt um, að
1) Ritgjörð Jóns Eiríkssonar um þetta efni í Mercure
Danois, ágúst 1754, þekki jeg ekki (sbr. Þorv. Thóroddsen, Land-
fræðissaga íslands III 108. bls.).
2) Sbr, Þorv. Thóroddsen, Landfræðissaga fsl. I 96. bls.
neðanmáls.