Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 87
BÚNAÐARRIT.
83
korriirkja hafi verið tíðkuð fir eða síðar á því svæði,
sem um er að ræða, enda getur vel verið, að hinar
munnlegu sagnir, sem höfundarnir höfðu firir sjer, sjeu
áreiðanlegar. Yitnisburðir Sturlungu og Biskupasagna
mega heita samtíða, þó að sumir þeirra sjeu færðir í
letur nokkrum tíma eftir að sagan gerðist. í hinum
fornu lögum vorum (Grágás og Jónsbók) er stundum tal-
að um akra, og eru það samtíða vitnisburðir. Einna
mest er þó að marka vitnisburð fornra samtíða skjala,
sem nú eru prentuð í Fornbrjefasafninu. Það safn er
óþrjótandi fróðleiksbrunnur firir þá, sem vilja kinna sjer
líf og háttu íeðra vorra, enn fram að þessum tíma hefur
hann verið lítt notaður af fræðimönnum. Ef fornskjölin
væri ekki til, mundum vér vita tiltölulega lítið um korn-
irkju feðra vorra.
Með samtíða vitnisburðum má og telja leifar af forn-
um akurreinum eða akurgerðum, sem geimst hafa til
vorra tíma, sömuleiðis örnefni, sem bera vott um korn-
irkju.
Yjer munum nú first leiða þau vitni, sem til eru,
um þetta mál, og síðan bæta við fáeinum athugasemd-
um og skíringum.
First tökum vjer þá vitnisburði, sem snerta landið
í lieild sinni eða stóra parta þess, því næst vitnisburði
um það, að kornirkja hafi verið um hönd höfð á ein-
stökuni stóðum,1 er vjer röðum eftir fjórðungum og sísl-
um. Yitnisburðir, sem ekki eru samtíða, eru prentaðir
með smáletri.
i) Þá af þo88um vitnÍBburðum, sem koma firir í fornritum,
merkjum vjer með áframhaldandi tölustöfum, og þarf þá ekki
annað enn vitna í tölumerki staðanna.
6*