Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 88
84
BÚNAÐARRIT.
I. Vitnisburðir, er snerta Iandið í
heild sinni.
í hinum fornu lögum vorum, Grágás og Jónsbók,
eru ímsir staðir, er sína, að kornirkja hefur verið stund-
uð hjer á landi.
Grágás gerir ráð firir því, að tveir menn eða fleiri
eigi akurlönd saman, og hefur nákvæmar reglur um,
hvernig sá skuli að fara, sem vill láta skifta akrinum
milli eigandanna (Grág. Kb. II 106. og 89. bls. Sthb.
450. og 448. bls., sbr. Jónsb. lbrb. 4. k,). Ef fleiri eiga
jörð saman, er þeim heimilt „að brjóta hana (þ. e.
plægja eða pæla upp) til taðna eða akrau (Grág. Kb.
II. 89. bls. Sthb. 448. bls. Jónsb. Lbrb. 3. k.). Á ein-
um stað er minst á vatnsveitu á akra: Ef menn eiga
merkivötn saman, og annar vill veita því á engi sitt eða
akur sinn, enn hinn vill ekki ieifa, þá setur lögbókin
nákvæmar reglur um, hvernig eigi að skifta vatninu
milli þeirra, enn ef vatninu verður ekki skift, þá skulu
þeir hafa það sína vikuna hvor (Grág. Sthb. 470.—471.
bls. Jónsb. Llb. 24. k.). íms ákvæði hinna fornu laga
miða að því að triggja heigi akra gegn ágangi. Sá sem
beitir a k u r annars mans eða engi, á að bæta skaðann
og gjalda sekt að auk, og ef skaðinn er mikill, getur
varðað fjörbaugsgarð (Grág. Kb. II 112. bls. Sthb. 429.—
430. bls., sbr. Jónsb. Llb. 34. k.). Leiguliði má taka
efni til húsabóta, garðahleðslu o. s. frv. á landi því, sem
hann leigir, þar sem hvorki er akur nje engi (Grág. Kb.
II 136. bls. Sthb. 499. bls. Jónsb. Llb. 4. k.). Fráfar-
andi leiguliði hefur rjett til að búa um hei sitt, sem
hann á eftir á jörðunni, þar sem hvorki er akur nje
engi (Grág. Kb. II 139. bls. Sthb. 502 bls. Jónsb. Llb.
9. k.). Lík, sem ekki á kirkjulægt, á að grafa fjær tún-
garði enn í örskotshelgi, þar sem hvorki er akur nje
engi (Grág. Kb. I 12. bls.). Fjeránsdóm átti að hafa
utan túngarðs, þar sem hvorki er akur nje engi (Grág.