Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 90
86
BÚNAÐARRIT.
standa þar meðal annars þessi orð um kornirkjuna: „Korn
vex í fám stöðum sunnanlands, og eigi nema bigg“A
í Biskupaannálum sínum getur Jón Egilsson um
jarðakaup þau, sem gerð vóru árið 1563 mill konungs
og Skálholtsstóls, er konungur tók ímsar jarðir á Suð-
urnesjum flrir jarðir í Borgarfirði og Árnesþingi. Iflr þessum
Suðurnesja jörðum hafði afi Jóns.Einar prestur Ólafsson, um-
boð flrir biskupsstólinn öll þau ár, sem hann var í Görðum á
Álftanesi (1531—1552), og eftir honum hefur Jón það,
að afgjaldið eftir þær hafl verið „13 vættir fiska til ann-
ars hundraðs, enn mjöltunnur og kvígildi að auki, og
allar leigur“ (Safn t. s. ísl. I 105. bls). Mjölgjaldið af jörðun-
1550 um sínir, að kornirkjan var ekki enn aldauða um 1550.'1 2
II. Vitnisburðir um kornirkju á ein~
stökum stöðum.
A. í Sunnlendingafjórðungi.
a. Borgarfjarðarsísla.
1. Reikholt.
í hinum elsta kafla Reikholtsmáldaga, elsta forn-
1180 skjali, sem nú er til á íslensku í frumriti, frá c. 1180,
segir, að kirkjan eigi meðal annars „sálds sœði niður
fœrt“, þ. e. eitt sáld af korni til útsæðis, og á fráfarandi
kirkjubóndi að skila því með akrinum sánum (í Forn-
brs. I. 280. bls.).
1) Bisk. II 5. bls.
2) Hjer má geta um mánaðanöfnin sáðtid (firsti mánuður
sumars = síðarí hluti aprilmánaðar og firri hluti maimán.) og
kornskurðarmánuður (fimti máuuður sumars = síðari hluti
ágÚ8tmán. og firri hluti septembermán.), sjá Snorra Eddu A. M.
I 510. og 512. bls. Enn verið getur, að þessi nöfn sjeu innflutt
hingað frá suðlægari löndum, því að sáðfjðin er að minsta kosti
heldur snemma sett eftir íslenskri veðráttu.