Búnaðarrit - 01.01.1910, Síða 91
BÚNAÐAERIT.
87
í stólsmáldaga Reikholtskirkju sem er árfærður til 1224
1224, stendur sama greinin og í elsta máldaganum
(í Fornbrs. I. 471. bls.).
Aftur er greininni slept i Reikholtsmáldaga Gyrðs
biskups frá 1858 (í Fornbrs. III 123. bls.) og í úttekt 1358
staðarins frá 7. júní 1392 (í Fornbrs. III 481.—483. bis.) 1392
og í Wilchinsmáldaga 1397 (s. st. IV. 119.—120. bls.). 1397
Þá hefir kornirkjan verið lögð niður.1 2
2. Ás í Melasveit:
í máldaga Melakirkju c. 1181 er getið um „ákur- 1181
gerðfi á Ási“ austanvert við gil, sem garður liggur að
„ofan úr túngarði á Ási“. Kunnugir menn ættu að
geta fundið leifar þessa akurgerðis, ef nokkrar eru, eftir
þessari tilvisan. (í Fornbrs. I 272. bls.). Sama stend-
ur enn í rnáld. sömu kirkju frá c. 1478 (í Fornbrs. VI 1478
175 bls.)
3. Alcranes.
Þegar Sturia Sighvatsson tók undir sig Reikholt og
1) Formaður Búnaðarfjelagsins, sjera Gruðmundur Helgason,
skírir mjer frá, að rjett firir framan túnið í Reikliolti sje rúst,
sem kölluð er Svinatótt, skamt frá hverunum. Örnefni, svo sem
Ráðagerði (sjá síðar) og Purkugerði, benda til, að svínarsokt hafi
sumstaðar verið samfara akurirkju.
2) Jeg gct þess hjer þegar, að bæjanöfnin Gerði eru oft
stitt firir Akurc/erði, sem líka er haft sem bæjarnafn. Slík
nöfn geta því mínt á akurirkju, enda eru þau langalmennust í
þeim sveitum, þar sem kornirkja var helst stunduð. Jeg set
þau því á örnefnaskrárnar hjer á eftir, sem filgja hverri sýslu,
ekki af því, að jeg þori að fullirða að þau öll beri vott um
kornirkju, hcldur til að benda á þau, ef svo kinni að vera, og
gefa kunnugum mönnum, þar sem örnefnin eru, tilefni til að at-
huga, hvort þar sjáíst nokkrar leifar sáðgarða eða akra, og tek
jeg þakklátlega á móti öllum vísbendingum í því efni. Sama er
að segja um nöfnin Gcirður, Garðar, Tröð, Traðir, Lönd o.
s. frv., sem geta verið stitt firir Akurgarður, -ar, Akurlröð,
-traðir, Akurlönd o. s. frv. (sjá síðar).