Búnaðarrit - 01.01.1910, Síða 93
BÚNAÐARRIT.
89
Greinilegar leifar sáðlands hefir Þórhallur biskup
Bjarnarson sjeð í Lækjarnesi, norðanvert við Leirárvoga,
að því er hann sldrir mér frá. Hann hefur það og eftir
Böðvari bónda Sigurðssini í Vogatungu, að þar hafi fund-
ist í túni bæjarins glöggar leifar sáðgarða, er túnið var
sljettað.
b. Kjósar og Gullbringusisla.
4. Kjalarnes:
Þess er getið um Órækju Snorrason, að hann hafi
á langaföstu árið 1236 farið suður á Kjalarnes, og hafi
þá Árni bóndi í Saurbæ gefið honum föng mikil, þar á
meðal mjöl. Að líkindum hefur þetta mjöl verið af
heimaræktuðu korni. Vjer munum sjá, að kornirkja var
mikil í sveitunum firir sunnan Kjalarnes, og áður er
sínt, að svo var á Akranesi. Má því telja víst, að korn
hafi verið ræktað á Kjalarnesi.* 1
5. Siðri Reíkir í Mosfellssveit:
í máldaga kirkjunnar, sem þar var, frá c. 1180, 1180
segir svo: „en hirkja á 19 mcela akurlönd í Görðum
út ok selja sáin liálf af hendi“. Jeg hjelt first, að
Garðar þeir, sem hjer eru nefndir, væri Garðar á Álfta-
nesi, enn þótti þó ólíklegt, að kirkjan hefði átt ítak í
land annarar kirkju. Síðan hefur Björn bóndi Björnsson,
búfræðingur, sem er manna kunnugastur um þessar
slóðir, skírt mjer frá, að út (þ. e. vestur) frá Siðri
bls. Bæjarnafnið Tröð og samsetningar af því bonda víst stund-
um til kornirkju. í fornu máli var sagt „að leggja akur i tröð“
s. s. að láta- bann liggja ósáinn (d. brak], sjá orðasafnið við
Norges gamle love. Sbr. hjer á eítir (nr. 43) akrtröð, sem þiðir
,ósáið eða ónotað akurgerði1.
1) Þórhallur biskup Bjarnarson skirir mjer frá, að í Músa-
nesi hjá Brautarholti sjáist mjög skírar leifar sáðlands. Nafnið
Músanes stiður mál biskups, því að mís hafa verið mjög áleitnar
við akra (sbr. nr. 9 hjer á eftir). Sbr. þó Kjaln.s.