Búnaðarrit - 01.01.1910, Síða 94
90
BÚNAÐARRIT.
Reikjum sje t,únblettur með gömlum girðingum og sje
nú aiment kallaður Akrar. Þar segir hann, að hiti sje
í jörðu, og að hvergi sje líklegra til kornirkju, þar sem
hann þekki til, enn á þessum stað. Jeg tel þvi vafa-
laust, að þessir Akrar sje það, sem máldaginn kallar „í
Görðum út“. Það sjest á máldaganum, að kirkjan á
ekki heimajörðina, enn hún á eftir máldaganum þetta í-
tak í iand hennar til viðurlifls prestinum.
Það sjest og á sama máldaga, að ábúandi Siðri
Reikja átti að „gjalda presti hundrað (þ. e. 120) álna,
gjálda mjöl að helmingi, ef hann vill það heldur enn
vöru“. Á þessu sjest, að ábúandinn hefur líka haft
kornirkju eigi síður enn presturinn, og líklega á sama
stað og hann: í Görðum út. Hjer sjest og, að örnefnið
Garðar táknar korngarða (í Fornbrs. I 268. bls.).
1397 í Wilchinsmáldaga 1397 eru báðar þær greinir, sern
hjer er um að ræða, feldar úr máldaga Siðri Reikja
(ÍFornbrs. IV 112.—113. bls.).
6. Eiði í Mosfellssveit:
í skrá um leigumála á jörðum Viðeijarklausturs frá
1313 segir, að klaustrið eigi „helmingar sáðu á Eiði auk
2 hundraða leigu eftir jörðina, sem var eign klaustursins.
í skrá sama efnis frá 1395 eru þessi orð („helm-
ingar sáð“) feld úr (í Fornbrs. II 377. og III 598. bls.).
7. Gufunes í Mosfellssveit:
Þegar Jórunn auðga í Gufunesi dó árið 1215, vildi
Magnús alsherjargoði leggja undir sig eigur hennar, og
1215 segir Sturlunga, að hann hafl um haustið 1215 „haft af
Gufunesi mjöl, slátur og fje, sem honum líkaði". Þetta
eru bersínilega búsafurðir, og sjest á því, að korn hefur
verið ræktað á Gufunesi. Út úr fje Jórunnar urðu deil-
ur miklar með þeim Magnúsi og Snorra Sturlusini, og
lauk svo, að Magnús biskup Gizurarson fjekk sætt þá á
1216 þingi 1216 með því, að hann leisti sjálfur landið á.
1313
1395