Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 95
BÚNAÐARRIT.
91
Gulunesi til handa Atla, er verið hafði ráðsmaður Jór-
unnar, og „lagði biskup þá mjölskuld á landið", segir
sagan, þ. e. vextir skuldarinnar áttu að greiðast í mjöli,
sem auðvitað var framleitt á jörðinni. (Sturl. Oxf. I
235. bls.).1
8. Elliðavatn í Seltjarnarneshreppi:
í skránni um leigumála á jörðum Viðeijarklausturs
frá 1313 (sbr. nr. 6) er landskuld af Vatni (þ. e. Elliða- 1313
vatni) talin „2 hundruð vöru og 4 vœttir mjöls“. Þetta
sínir, að talsverð kornirkja hefur þá verið þar (I Forn-
brs. II 377. bls.).
í skránni frá 1395 (sbr. nr. 6) er landskuldin hækk- 1395
uð upp í 3 hundruð, enn mjölgjaldið felt burtu (í Forn-
brs. III 598. bls.).
9. Viðei í Seltjarnarneshreppi:
í Þorlákssögu hinni ingri er þess getið, að „mís
spiltu kornum og ökrum í Viðei, svo að varla máttivið
húau. Þetta var á ofanverðum dögum Þorláks biskups,
líklega um 1190. Þá bar þar að Þorlák biskup, og er 1190
sagt, að hann hafi stökt vígðu vatni um eina, nema um eitt
nes, sem hann „bannaði að erja“ (þ. e. plægja). Þá tók
af músaganginn. Enn löngum tíma síðar örðu menn part
af nesinu, og hlupu þá mís um alla eina (Bisk. I
293. bls.).
Nokkrum árum síðar, líklega vorið 1199, er þess
getið, í jarteinabók Þorláks biskups (Bisk. I 350. bls.),
að verkmenn í Viðei „vóru at arningu“ (þ. e. vóru að
plægja) um vorið í birjun varptímans.
Hvorttveggja þetta gerðist, áður enn klaustur var
sett í Viðei (1226), og má þá geta nærri, að kornirkjan
hafi ekki staðið með minni b'.óma, þegar klaustrið tók
1) Mattíati fornmenjavörður Þórðarson segir mjer, að greini
legar leifar sáðlands sjáist í Gufunesi.