Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 97
BÚNAÐA.RRIT.
93
Oxf. II 78. bls.). Af þessu er Jjóst, að allmikil korn-
irkja var á BessastöSum Jíkt og í Görðum.
15. Vatnsleisa á Tatnsleisuströnd:
í máldaga Kálfatjarnarkirkju frá c. 1379 segir, að 1379
Flekkuvík, eign kirkjunnar, eigi „allan þriðjung í Vatns-
leisu jörð í rekum, skógi og hagabeit frá Níju-görðum
og inn að garði þeim, er gengur ofan úr hrauni fram
að sjó firir innan akurgeröi“. Þessu er svo greinilega
líst, að kunnugir menn ættu að geta fundið leifar akur-
gerðisins, ef nokkrar eru eftir. Enn auðsjeð er, að það
muni hafa verið í Vatnsleisulandi (í Fornbrs. III 340.
bls.). í jarðabók Árna Magnússonar er og talin með
Vatnsleisu hjáleigan Ákurgerði, sem þá hafði legið í eiði
iflr 100 ár (Johnsens Jarðat. 459. bls.), og erþaðlíklega
sama akurgerðið og máldaginn á við.
16. Útskálar í Oarði:
í kaupsamningi þeirra Jóns biskups Indriðasonar og
Bjarna bónda Guttormssonar, dags. 17. desember 1340, 1340
stendur, að Bjarni Jeggi til Skálholtsstaðar fjórðung i
Útskálalandi „um fram öll þau ákurlönd, sem Bjarni
kcipti til Útskála“ (ÍFornbrs. II 734. bls.).
Þessi kaupsamningur er tekinn inn í Wilchinsmál-
daga 1397 (í Fornbrs. IV 108. lús.). 1397
17. Sandgerði á Miðnesi:
I skrá um rekaskifti á Rosmhvalanesi frá c. 1270 1270
er getið um aJcurland Sandgerðinga (í Fornbrs. II 77. bls.).
Athgr. við nr. 16 og 17: Hvergi á landinu sjást
víst glöggari menjar akra enn í Garðinum og á Miðnes-
inu, bæði gerði og akurreinar. Sagt er að einn höfuð-
garður hafi legið ifir Skagann þveran, nefndur Skaga-
garður (Kr. Kálund, Island I 33. bls.). Brynjólfur Jónsson
lísir þessum menjum í Árb. Fornleifafjelagsins 1903,
36.—37. bls., á þessa leið: Akurlönd þessi hafa verið