Búnaðarrit - 01.01.1910, Blaðsíða 98
94
BÚNAÐARRIT.
firir norðan Útskála. Sjer j>ar enn votta firirað minsta
kosti 18 akurreinum, 4—8 faðma breiðum, sem eru að-
greindar með þráðbeinum jafnhliða görðum, er norðast
liggja ifir þveran Skagann, enn þegar sunnar dregur, tak-
markast þeir að vestanverðu af garði, sem þar liggur frá
sjónum langsetis í suðaustur að lítilli hæð eða tótta-
bungu, sem er skamt frá norðvesturhorni hinna norðustu
túngarða í Útskálahverfinu. Suður og austur frá lang-
setisgarðinum og rústinni eru margar stærri girðingar,
flestar hjer um bil ferhirndar, og ná þær alt suður að
landamerkjum Útskála og Kirkjubóls. Hafa það að lík-
indum verið töðuvellir“(?). Uppdráttur fllgir þessari lís-
ingu í Árbókinni. Um Sandgerði segir Brynjólfur r
„Austurhluti Sandgerðistúnsins, sem nú er, hefur verið
akurlendi. Sjást þess glögg merki, því að samhliða
garðlög minda þar akurreinar, líkt og á Garðskaganum“.
Sú sögn gengur, segir Brynjólfur, að bær hafi verið á
Gaiðskaga, sem hjet Skálareikir, ogbendir þaðtil jarðhita.
Hinir þjettu garðar, sem Brynjólfur lísir, milli ak-
urreinanna, eru bersínilega skjólgarðar firir kornið, með-
framt líka eflaust gerðir til að geta haft skepnur á þeim
hluta akursins, sem var látinn standa ósáinn eða„lagð-
ur í tröð“, sem kallað var. Rví var eðlilegt, að jörð,
þar sem korn var ræktað innan slíkra girðinga, fengi
nafnið Oarðar eða Gerði (í fleirtölu nefnifalli oftast
Oerðar, sbr. Orenjar, Oiljar, Skipar o. fl. firir Gren,
Qil, Slcip).
18. Húsatóttir í Orindavílc:
í skránni um leigumála á jörðum Viðeijarklausturs
1313 trá 1313 (sbr. nr. 6 og 8) segir, að klaustrið eigi auk
landsleígu af Húsatóttum (1 hundrað og 12 aurar) „þrí-
mæling í jörðu, sœlding í jörðu“ (í Fornbrs. II 377. bls.).
Líklega er þetta svo að skilja, að klaustrið hafi.
tekið undan jörðunni hálfs annars sálds land sjer til
notkunar, því að þrimœlingr, eða 3 mæla land, er rjettur