Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 104
1332
1371
1397
1480
1270
1480
1332
1480
1270
1480
1201
100
BÚNAÐARRIT.
í máldaga Breiðabólstaðarkirkju í FJjótshlíð frá c.
1332 er og greint áriegt gjald til þeirrar kirkju frá Háfi:
„vœtt mj'ólsu (ÍFornbrs. II 688. bls.).
Sama stendur í Breiðabólstaðarmáldaga frá c. 1371
(ÍFornbrs. III 269. bls.).
Og í máldaga kirkjunnar í Wilchinsbók 1397 stend-
ur þetta sama (ÍFornbrs. IV 82. bls.).
Loks stendur það enn í máldaga kirkjunnar frá c.
1480 (ÍFornbrs. VI 332. bls.).
Þess má og geta, að á Háfi hvíldi árgjald til Odda-
staðar, „vætt matar“, samkvæmt máldögum þeirrar kirkju
frá 1270, 1397 og 1480 (ÍFornbrs. II 89. bls., IV 72.
bls. og VI 325. bls.). Líklega er þar átt við vætt mjöls.
Þessi árlega kvöð (eflaust sálugjöf) hefði eigi verið
lögð á jörðina, ef þar hefði ekki verið kornirkja.
23. Þikkvibœr í Holtamannahreppi:
Samkvæmt öllum hinum sömu máldögum Breiða-
bólstaðarkirkju, sem greindir eru við nr. 22 (1332—1480)
hvílir á Þikkvabæ árgjald til Breiðabólstaðar, „vœtt mjöls“.
Þess skal getið, að samkvæmt máldögum Odda-
kirkju frá 1270, 1397 og 1480, sem vitnað er til við
nr. 22, hvílir og á Þikkvabæ árgjald til Odda „vœtt matar“,
og er þar líklega átt við mjöl (sbr. við nr. 22). í mál-
daganum frá 1270 er Þikkvibær þó ekki beint nefndur,
heldur í stað hans Þorkelsstaðir, óþektur bær, sem lík-
lega hefur legið í Þikkvabænum (ÍFornbrs. II 87. bls.)
og ef til vill þá verið aðaljörðin. Nú er aðaljörðin
kölluð Hábær.
24. Skúmsstaöir í Vesturlandeijum:
Árið 1201 var Guðmundur prestur, er siðar varð
biskup, hinn góði, á ferð um Suðurland. Hann var þá
þegar orðinn frægur fyrir kraft þann, er filgdi söngvum
hans. Þá var drepsótt mikil á Skúmsstöðum, bæði á
mönnum og skepnum, og bauð Árni bóndi, sem þar bjó,