Búnaðarrit - 01.01.1910, Síða 105
BÚNAÐARRIT.
101
Guðmnndi presti heim til að gera að þessu. „Hann
gistir þar“, segir sagan, „ogvígir vatn og stökkvir sjálfur
vatninu á alcra hans, tún og engjar. Og tók af síðan
fall alt“ (Bisk. I 466. bls. Sturl. Oxf. I 114. bls.).
Geta má þess, að Skúmsstaðir áttu að gjalda .vætt
matar“ að Odda eftir máldögum Oddakirkju, sem greindir
eru við nr. 22.
25. Ossabœr (Vörsabœrl í Ausliirlandeijum:
Allir þekkja frásögn Njálu um vig Höskulds Hvítanesgoða,
er bann var að sá korni i akur sinn i Ossabœ. Það var um
vorið, og segir sagan, að liann hafi haft „kornkippu“ i hendi,
þ. e. körfu undir kornið, Bem hann sáði (sbr. Fritzners orðabók,
2. útg., uiidir kornkippa og kippa]. Sjá Njálu k. 111"—5 sbr.
k. 10902—03, Bftir sögunni virðist þetta hal'a gerst einhvern-
tíma kringum árið 1000. 1000
Um leifar akurreita í Ossabæjarvelli sjá Árb. Fornlfs.
1900, 2.-3. bls., sbr. Árb. 1905, 55.-56. bls.
26. Vakursstaðir í Holtamannahreppi:
Eftir máldaga Oddastaðar frá c. 1270 hvílir árlegt 1270
gjald til staðarins á Vakursstöðum, „tólf álnar í mœluni,
12 aurar vaðmáls“ (ÍFornbrs. II 88. bls.).
Það sem goldið er „í mœlum“ getur ekki verið annað
en korn, því að mœlir er lítið kornmál, eins og sjest á
imsum stöðum, sem áður eru greindir.
í máldaga sömu kirkju frá c. 1332 eru orðin „í 1332
mœlum“ og „tölf aurar vaðmáls“ feld úr, og eins er í
Wilchinsbók 1397 (ÍFornbrs. II 691. bls., IV. 73. bls.). 1397
Jörðin er nú í eiði, og er það eitt af mörgu, sem
Brynjólfur Jónsson hefur þarft gert, að sína, hvar hún lá.
Vakursstaðir lágu milli Skammbeinsstaða og Stúfholts
(Árb. Fornlfs. 1898, 27. bls.). Hún er talin eiðijörð í
Skammbeinsstaðalandi i jarðabók Árna Magnússonar
(Johnsens Jarðat. 450. bls.). Líklega hefur jörðunni
snemma hnignað, akurirkjan lagst niður, og því orðið