Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 106
102 BÚNAÐARRIT.
óumflíjanlegt að fella burt korngjaldið og lækka árgjaldið
til Odda.
27. Teigur í Fljótshlíð:
1367 í máldaga Teigskirkju frá c. 1367 stendur, að kirkj-
unni filgi „tvö sáld Jcorns", auðvitað „niður færð“ (ÍForn-
brs. III 216. bls.).
1387 í máldaga sömu kirkju frá c. 1387 stendur að eins
„sáld Jcorns“, þ. e. eitt sáld korns (ÍFornbrs. III 403. bls.).
1397 Máldagi kirkjunnar i Wilchinsbók 1397 kemur heim
við máldagann frá 1387 (ÍFornbrs. IV 77. bls.).
Er því svo að sjá sem kornirkjunni á Teigi hafi
hrakað um eitt sáld á árunum 1367—1387.
28. Hliðarendi í íljótshlið.
Þegar Otkell reið á Gunnar, var hann á sáðlandi sinu að
sá korni, segir Njála, og hafði „kornkippu“ i hendi (sbr. nr. 25).
lO.öldÞetta var um vorið, seint á 10. öld, eftir tímatali sögunnar
(Njála k. 531—23).
Hver er sá, sem ekki muni hina fögru frásögn Njálu um
það, þegar Gunnar sneri aftur? „Þá drap hestur Gunnars fæti
og stökk hann af baki. Honum varð litið upp til Hliðar-
innar og bæjarins að Hlíðarenda. Þá mælti hann:
„Fögur er Hliðin, svo að mjer hefur hún aldrei jafnfögur
sínst, bleikir akrar enn slegin tún! Og mun jeg ríða lieim
aftur og fara hvergi“ (Njála k. 7532—35).
í rauninni or þetta vitnisburður um kornirkju eigi að eins
á Hlíðarenda, lieldur og um alla Fljótshlíð (sbr. nr. 27).
Njála talar og um Akralungu nálægt Hliðarenda (k.
3918—54 0g k. 5433). Um það örneíni sjá Kr. Kálund, Island,
I 243. bls. og Árb. Fornlfs. 1888—1892, 41.—42. bls. Á fleiri
örnefni þar, sem benda til kornirkju, mun siðar dre])ið.
29. Ista Bœli undir Eijafjöllum:
X340 í máldaga Þikkvabæjarklausturs í Veri c. 1340 segir.
að klaustrið eigi ítölu í Ista Bæli: „vœtt mjöls" (ÍFornbrs.
II 740. bls.).
30. Borg undir Austureijafjöllum:
1374 I máldaga Borgarkirkju, c. 1371, stendur, að „arð-