Búnaðarrit - 01.01.1910, Síða 108
104
BÚNAÐARRIT.
Árb. Fornlfs. 1898, 8. bls.), Garðar og Erill1 (hjáleigur
frá Skarði, nú í eiði, sjá Árb. Fornlfs. 1898, 3. bls.).
Á Rangárvöllum: Langelcra, (vanalega nefnd Elcra,
hjáieiga frá Odda). Tröð (hjáleiga frá Odda, Johnsens
jarðat. 450. bls.). Skrafsagerði (hjáleiga frá Brekkum,
Johnsens Jarðat. 450. bls.). Kornbrekkur.
í Hvolhreppi: Kornhús og Stóragerði og Litlagerði
(hjáleigur frá Stórólfshvoli), Langagerði.
I Fljótshlíð: Árnagerði (hjál. frá Breiðabólsstað).
Auk Akratungu minna þessi örnefni hjá Hlíðarenda á
kornirkju: Ahrar (Árb. Fornlfs. 1888—1892, 41. bls.),
Sáðgarðar (Árb. s. st.). Þó gæti annaðhvort þessara ör-
nefna2 stafað frá tímum Gísla síslumans Magnússonar
(„Vísa Gísla", t 1696), sem ræktaði bigg á Hlíðarenda
á 17. öldinni (Þorv. Thóroddsen, Landfræðissaga íslands
II 121. og 137. bls.).
Leifar fornra akurgerða hefur Brynjólfur Jónsson
fundið á Þorleifsstöðum á Rangárvöllum, og enn fremur,
þó vafasamar, að Efrahvoli í Hvolhrepp (Árb. Fornlfs.
1905, 55.—56. bls.), auk þeirra leifa, er áður var getið.
e. Vestmannaeijasisla.
Enginn efi getur á þvi leikið, að kornirkja hafi ver-
ið stunduð í Vestmannaeijum, þó að gamlir vitnisburðir
um það sjeu nú ekki til, svo jeg viti.
Sæmundur Hólm talar um, að þess sjáist nienjar
í Heimaei, að þar hali verið akurirkja (í lísing Vest-
mannaeija, sem til er í handriti eftir Sæmund, nú í Ny
1) Afleitt af sögninni erja = plægja, og er nafnið að öll-
um líkindum vottur um kornirkju, eins og nafn hinnar lijáleig-
unnar frá sama bæ.
2) Akrarj?). „Akrar heita nú upp á hæðunum firir ofan
bæinn“, segir í Árb. Fornlfs. Sbr. Ferðabók Eggerts og Bjarna
948.—949. bls., er segir að akur Gísla hafi legið „norður og
upp“ frá bænum. Aftur eru Sáðgarðar vestur frá bænum (Árb.).