Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 110
106
BÚNAÐARRIT.
Að hjer sé ekki ;ið ræða um melkorn, sjest á því,
að i máldaganum frá 1150 er jafnframt talað um 2
mélteiga, sem Kristbúið eigi fyrir neðan Steinsmirarfljót,
enda var varla sáð til melkorns og engin ástæða til að
geta um, að búið ætti annað eins lítilræði og mæli
korns, ef það var ekki til útsæðis. Kristbúi þessu filgir
og „það land, er Hraungerði nefnist, með öllum gæð-
1150 um“ eftir máldaganum frá 1150.
Einkennilegt er niðurlag máldagans: Sá skal ábirgj-
ast bæ þann að öllu, sem á bír, enn guð launi honum
ábœtur ef eru!!
32. Vppsalir í Landbroti:
Þar var og Kristbú, og er talið meðal eigna þess
1150 „mœlir Jcorns“ í máldaga búsins frá c. 1150 (ÍFornbrs.
I 199. bls.).
Þar er líka jafnframt talað um ítak í Hátíninga-
mel1 og melteig, sem búið eigi.
1367 I máldaga þessa Kristbús frá c. 1367 segir, að því
filgi „lirútur tvœvetur eða mœlir lcorns“, þ. e. landseti
má leisa sig undan þeirri skildu að skila mæli niður-
færðum með því að gjalda tvævetran hrút. Þetta bend-
ir til afturfarar í kornirkjunni (ÍFornbrs. III 245. bls.).
33. Hátún í Landbroti :
Þar á Kirkjubæjarklaustur ítölu, „vœtt mjöls“ árlega,
1343 samkvæmt máldaga klaustursins 1343 (ÍFornbrs. II
782. bls.).
Að hjer sje ekki átt við melmjöl (sbr. „Hátíninga-
melur“ nr. 32), má ráða af þvi, að í sama máldaga
1) í handritinu, skinnblaði frá e. 1500, stendur: „hatunigu
mcl“. Ritiiátturinn „hatuniga“ firir Hátgninga hlitur að stafa
l'rá æfagömlu frumriti, þegar menn gerðu ekki greinarmun á ú
og g í riti (sbr. „fúlger“ f. „fglgcr“ í Reikholtsmáld. frá c. 1180,
ÍFornbrs. I 280. bls.), og ekki á g og lig (sá ritháttur á kin
sitt að relcja til rúnaleturs).