Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 111
BÚNAÐARRIT. 107
stenduv, að af Hólmum skuli greiða „12 fjórðunga
melmjöls“.
Sama árgjald (vœtt mjöls) eiga Hátún að greiða til
klaustursins samkvæmt máldaga þess í Wilchinsbók 1397 1397
(ÍFornbrs. IY 239. bls.).
34. Kirkjubœr á Síðu:
Þegar Sæmundur Ormsson háði fjeránsdóm eftir
Ögmund Digur-Helgason í Kirkjubæ (1250), var first skift af 1250
staðareign (þ. e. eign klaustursins) og siðan í helminga
með þeim hjónum Steinunni og Ögmundi. Samt kom
auk annars i Ögmundar helming þetta kvikfé: 30 kír,
12 kúgildi ungra geldneita, 4 arðuntxar, hundrað (120)
ásauðar, 50 geldingar (sauðir), 20 hross, 25 svín, 50
heimgæsir, og gerði Sæmundur það alt upptækt (Sturl.
Oxf. II 92. bls.).
Tala arðuruxanna sínir, að meira enn lítil kornirkja
hefur verið i Kirkjubæ, því að eflaust hefur klaustriðog
Steinunn átt einhverja slíka gripi eftir. Hjer sjest og,
að svínarækt var samfara kornirkjunni.
35. í grend við Kirkjubœ á Síðu:
Tveim árum eftir fjeránsdóminn í Kirkjubæ, laugar-
daginn næstan eftir páska árið 1252, Ijet Ögmundur 1952
Digur-Helgason drepa þá bræður, Sæmund og Guðmund
Ormssonu, skamt frá Kirkjubæ. Að Guðmundi vó mað-
ur, sem nefndist Þorsteinn hrakauga, að því er virðist
húskarl Ögmundar (eða klaustursins ?). „Hann hafði
sótt korn um daginn“, segir Sturlunga (Sturl. Oxf. II
97. bls.). Bendir þetta til, að þröngt hafl verið í búi
hjá Ögmundi eftir fjeránsdóminn, enda hafði hann viku
firr haldið erfi eftir konu sína, Steinunni (Sturl. Oxf. 11
93. bls.), og að hann hafi því sent Þorstein á aðra bæi
til kornfanga. Af því má ráða með nokkrum iíkum, að
kornirkja hafi verið á bæjum þar í kring.