Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 128
124
BÚNAÐARRIT.
sem haldin var um Ólafsmessuskeið (3. ágúst) sumarið
1119 1119; skildi þar vera Ólafsgildi hvert sumar, ef korn
gæti að kaupa, tvö mjölsáld, á Þórsnesþingi. „Á Reikja-
hólum vóru svo góðir landskostir í þann tíma“, segir
sagan, „að þar vóru aldrei ófrævir ákrarnir, enn það
var jafnan vani, að þar var nítt mjöl haft tll beinabót-
ar og ágætis að þeirri veislu" (Sturi. Oxf. I 19. bls.).
Sagan er alt að því 100 árum ingri enn 1119,1 og get-
ur verið, að hjer sje nokkuð orðum aukið, t. d. um
það, að kornið hafi verið orðið fullþroskað á ökrunum í
birjun ágústmánaðar. í orðum höfundarins felst og ekki, að
svo hafi verið altaf. Enn hitt virðist mega ráða með
1220 fullri vissu af orðum hans, að á hans dögum um 1220
hafi verið akrar á Reikhólum (sbr. aJcrar n i r), og að
þeir hafi þá ekki verið eins bráðþroska eða óbrigðulir
eins og sagt er um þá 1119.
43. Flatei á Breiðafirði.
Gull-Þóris saga segir í 10. k. (útg. Kálunds bls. 2114—'“j,
að Gull-Þórir hafi eignast Flatei eftir Hallgrímu, mágkonu sína,
og „hafl par sœði“. Sjálfur bjó hann á Þórisstöðum í Þorskafirði.
Leifar eftir akurirkju hafa til skams tima verið
sínilegar í Flatei og eijunum þar í kring, og sögn er
um það, að Ólöf ríka hafi síðast stundað kornirkju í
Fiatei. Austast í eijunni sjást enn leifar eftir stóran akúr,
sem er kendur við Ólöfu riku og nefndur Ólafarákur
(Kálund, Island I 540. bls.). Rjett firir sunnan eina er
lítil ei, sem nefnist Álcurei (Kálund s. st.).
4ó‘. Bjarneijar á Breiðafirði.
Njála segir í k. 9 ls, að Þorvaldur ósvíiursson hafi átt Bjarn-
eijar og „haft þaðan mjöl og skreið“, og það var hann að sækja,
þegar Þjóstólfur vó hann (k. 11J7). Þetta var cftir tímatali sög-
960 unnar um 960.
Það virðist vafalaust, að sagan á við Bjarneijar í Flateijar-
hrepp, onn ckki eijar nálægt Felli á Meðaifellsströnd (Staðar-
1) Sbr. ritgjörð mín um Sturlungu í Safni til s. íslands
III 207—209. bls.