Búnaðarrit - 01.01.1910, Side 132
128
BÚNAÐARRIT.
51. Staður á Ölduhrigg:
I riti sínu ,Breve om agerdyrkningens mulighed i
Island' segir Hannes biskup Pinnsson, að heimildir sjeu
firir því, að fabir Marteins biskups Einarssonar hafi jafnan
haft nítt heimaræktað korn til sælgætis á hátíðum, eða
þegar hann hafði mikið við.
Faðir Marteins biskups var Einar Snorrason, prestur
á Stað á ölduhrigg frá c. 1500 til dauðadags (1538?),
kallaður Ölduhriggjarskáld, sem Jón Árnason kvað um:
„Öld telur afbragð skálda | Einar prest firir vestan"
(sbr. Prestatal Sveins Níelssonar 100. bls., Árbækur
Espólíns III 96. bls. og víðar, Jón Þorkelsson, Digtningen
pá Island, 314.—315. bls.).
Það er mikið mein, að Hannes biskup greinir ekki
heimildir sínar firir þessu, enn hann kveður svo að orði,
sem hjer sje um samtíða vitnisburð að ræða, og ef svo
er, þá hefur kornirkja verið stunduð á Stað fram ifir
1530 c. 1530.
Örnefni:
í Skógarstrandarhreppi: Rifgirðingar(?).
í Helgafelssveit: Alcurei (eiðiei frá Helgafelii), AJc-
ureijar (getið í kaupbrjefi 12. maí 1360 eða 1365,1 og
er eignin þar nefnd „Akurei með þeim skerjum og hólm-
um, sem í fjarar og eijunni á að filgja" (IFornbrs. III
144. bls., sbr. VI 19. bls.).
1) í sama brjefi er og getið um Fáskrúf, sem Helgafels-
klaustur kaupir firir 3 kúgildi. Eitt hdr. (frá e. 1600) hefur Fá-
skrúð, sem eflaust er seinni tima tilraun að skíra nafnið. Lík-
legt er, eftir verðinu að dœma, að hjer sje að ræða um eiðiei i
grend við Akureijar eða Helgafell, og að hólmi þessi hafi verið
kailaður svo, af því að hann hafi ekki gefið af sjer nema ,,/d
skrú/“ af korni. Um skráj verður síðar talað.
Síðan jeg skrifaði þetta, hef jeg fundið á dönsku sjókorfi
nafnið „Faskrud11 við miðlungi stóra ei norður frá Akureijum,
og er það eflaust Fáskrúf með breittu nafni.