Búnaðarrit - 01.01.1910, Blaðsíða 135
BÚNAÐARRIT.
131
g. Mírasísla.
53. Álftanes í Álftaneshreppi:
Sem vott um koinirkju á Álftanesi má telja það,
að bóndinn þar, Haukur, gefur Þorgilsi skarða „tvö sáld
malts og sáld kornsu til sátta árið 1252 (Sturl. Oxf. 1262
II 123. bls.). Rjett á undan (á 122. bls.) getur Sturl-
unga þess, að kona á Áiítanesi hafi sagt Þorgilsi, er
hann spurði eftir Hauk, að hann mundi hafa farið út í
Kóranes „að búa um sallað sinn“. Menn hafa ekki skil-
ið þetta orð sállaðr, enn eflaust er það skilt orðinu salli,
mjöl (sbr. hveitisalli, Stjórn 294. og 309. bls.), leitt af
sögninni sálla, og táknar að líkindum eiginlega það, sem
sallast frá kvörninni, þegar malað er. Ef þettaer rjett,
virðast flest sáðlönd Hauks hafa legið 1 Kóranesi, sem
liggur í Álftanesslandi við minni Straumfjarðar aðsunn-
an, og hefur hann látið vinna þar alt að korninu,
þreskja það og mala.
í sambandi við þetta má geta þess, að rjett á móti
Kóranesi, hinumegin fjarðarins, á túninu í Straumfirði,
sjást leifar sáðgarða, og þar heita Akurlönd út með
sjónum (Árb. Fornlfs. 1908, 24. bls.).
•Vr. Akrar i Hraunhreppi:
Egils saga segir frá því, að Skalla-Grímur hafi (á 9. öld) átt 9. öld
bú á vestanverðum Mírum og haft par sœði og kallað bœinri
að Ökrum (Egils s. F. J. Kh. 29. k. 93. bls.).
í túninu á Ökrum er hóll, sem heitir Akurlióll, með
fallegri brekku móti suðri, enn sjór hefur brotið af hon-
um, og engar sjást þar menjar sáðgarða. Á öðrum hó),
sem heitir Kastali, er og brekka, gegn landsuðri, vænleg
til akurirkju, og mótar þar firir garðspotta, sem gæti
verið leifar af sáðgarði (Árb. Fornlfs. 1908, 28. bls.). í
útnorður frá bænum skagar fram langt og mjótt nes,
sem, jheitir Akranes. Dregur það nafn af bænum eða
af ökrum, sem þar vóru?
9*