Búnaðarrit - 01.01.1910, Síða 136
132
BÚNAÐARRIT.
55. Kjaransei i Hílará.
í Hitárósi er ei, sem hoitir Kjaransei. Það er hún, sem
Bjarnar saga Hítdælakappa lísir á þessa leið í 12. k. (útg. Boers
bls. 27">):
„Ei liggur í Hitará, gagnauðug bæði að selveri og eggveri,
og þar vóru slátur í og sœði“.
Þangað sendir Þórður á Hitarnesi Kolbeinsson fólk sitt
„lil al skrýja korn“.
.1020 Sagan gerist á öndvcrðri 11. öld. Þá hefur Kjaransei verið
noti^ð frá Hitarnesi, enn nú hefur hún frá ómuna tíð legið undir
Akra (sbr. Kálund, Island I 388. bls.).
Merkilegt er, að maður sá, sem eijan er kend við, ber al-
gengt írskt nafn (Ciarán). Svo hjet og þræll Geirmundar heljar-
skins (Landn. Stb. 115. k. Hb. 87. k. útg. 1843, 124. bls.). Þetta
er ekki eini votturinn, sem til er, um það, að írskir menn,
oinkum þrælar, hafa stundað kornirkju hjer á landi.
Eftir því sem orð sögunnar liggja, geta þau verið samtíða
vitnisburður um kornirkju í Kjaransei á dögum söguhöfundarins,
.1250 á firri hluta 13. aldar.
Örnefni:
í Hvaunhreppi: Alcrar, Akurhóll og Akranes (sjá
nr. 54). Traðir. Langaland (eiðihjál. í Hjörsei, John-
sens Jarðat. 132. bls.).
í Álftaneshreppi: Akurlönd (hjá Straumfirði, sjá
nr. 53).
í Stafholtstungum: Hlöðutún(?). Sljettagerði (eiði-
hjál. frá Efranesi, Johnsens Jarðat. 127. bls.).
í Hvítársíðu: Laugagerði (eiðihjál. frá. Síðumiila).
Leifar sáðlanda sjást enn í Knararnesi, og lísir
Brynjólfur Jónsson þeim á þessa leið eftir frásögn Ásgeirs
bónda í Knararnesi Bjarnasonar og Jóns bónda Samúels-
sonar á Hofsstöðum (Árb. Fornlfs. 1908, 25.—26. bls.):
„Uppi á túninu eru fornir akrar. Er þeim skift í reinar
með þvergörðum. Hallar hverri rein frá hinum nirðra
þvergarði hennar til hins siðra, svo öll spildan er svipuð
skarsúð. Eigi sjást hliðargarðar".1 í Geldingaei hjá
1) Herra garðfræðingur Einar Helgason skírir mjer frá,
að lík jarðræktaraðferð og hjer er líst sje tíðkuð í Pæreijum.