Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 137
BÚNAÐARRIT.
133
Knararnesi sjást og menjar akurirkju; þar er fjöldi af
smáum hólum, „og er forn girðing í kring um þá marga,
hvern flrir sig, og utan á hliðum þeirra eru akurreinar,
aðskildar með smágörðum. Sumir hólarnir eru lágir og
ávalir að ofan. Úar liggja reinarnar ifir um hólana
þvera. Enn á hinum hærri hólum eru reinarnar að
eins utan með“.
í Skutulsei í Hraunhreppi sjást og leifar fornra
akra (Kálund, Isiand I 390. bls.).
III. Almennar athugasemdir.
Þetta eru þá þeir vitnisburðir um kornirkju hjer á
landi, sem jeg hef fundið i fijótu bragði, og veit jeg, að
fleiri muni finnast, ef vel er leitað, og einkum og sjer
í lagi er jeg sannfærður um, að jeg hef ekki talið nándar
nærri öll örnefni, sem minna á kornirkju viðsvegar um
land, og ekki heldur allar þær leifar sáðlanda, sem til
eru. Yæri mjer mikil þökk á, ef kunnugir menn vildi
henda mjer á slíkt.
Ef vjer nú lítum yfir þetta safn af vitnisburðum,
sem firir liggur, í heild sinni, þá sjáum vjer, að engin
sísla hefur farið alveg varhluta af kornirkjunni einhvern
tíma á æfi sinni. Óræk örnefni sína, að kornirkja hefur
verið stunduð alla leið sunnan frá Vestmannaeijum
norður að Akri í Axarfirði og Akurvík á Ströndum, og
örnefni, að vísu ekki ótvíræð, benda jafnvel tij, að Grímsei-
ingar hafi einhvern tíma borið við að irkja korn. í
Aðalvík í Ísafjarðarsíslu bendir og örnefni til kornirkju,
og þar skamt frá, að Kollsá í örunnavik, hafa fundist
greinilegar leifar sáðlands. Langmest virðist haía kveðið
að kornirkjunni á vesturströnd landsins frá Breiðafirði
innanverðum, um Breiðafjarðareijar, SDæfelisnes, Mírar,
Akranes, alt suður á Reikjanes, og þar einna mest á