Búnaðarrit - 01.01.1910, Síða 138
134
BÚNAÐARRIT.
Suðurnesjum, á Seltjarnarnesi, Álftanesi og Garðskaga,
og enn fremur á suðurströndinni í Grindavík, i Árnes-
síslu kringum Loftsstaði, í Vestmannaeijum og Rangár-
vallasíslu, sjerstaklega Fljótshlíð, og í Vesturskaftafellssíslu.
Frá þessu svæði (vesturströndinni og suðurströndinni) eru
langflestir s a m t í ð a vitnisburðir í fornritum og fornskjöl-
um. Hinsvegar vantar alveg samtíða vitnisburði úr Múla-
þingi og Norðlendingafjórðungi í fornum ritum, enn þar bera
þó örnefnin órækan vott kornirkjunnar, einkum í Þingeijar-
þingi, Eijafjarðarsíslu og Skagaflrði, og sína, að allmikið
hefur að henni kveðið í þessum síslum í sumum sveit-
um. Þetta verður varla skírt öðruvísi enn svo, að korn-
irkjan hafi í þessum hjeruðum verið liðin undir lok, áður
enn ritöld birjaði, því að annars mundum vjer finna
hennar einhvern vott í fornum brjefum og í Sturlungu,
sem hefur geimt allnákvæmar samtiða sögur úr þessum
hjeruðum, einkum þó Skagafirði og Eijafirði, frá 12. og
13. öld. Til hins sama bendir frásögn Víga-Glúms sögu
um Vitaðsgjafa (nr. 40) — hann er ekki framar til á dög-
um söguhöfundarins - og líka lísing Sturlungu á eiði-
gerðinu á Örligsstöðum (sbr. 119. bls. neðanmáls), enda
kemur það heim við vitnisburð Arngrims ábóta (sjá hjer
að framan 85.—86. bls.), því að af honum má ráða, að engiu
kornirkja hafi verið norðan lands eða austan um miðja
14. öld. Hins vegar bera samtíða vitnisburðir vott um,
að kornirkjan hefur haldist mjög lengi fram eftir öldum
á Suðurlandi á sumum stöðum. Fram undir lok 14.
aldar helst hún á þessum stöðum: í Görðum á Álftanesi
(nr. 13), Útskálum (nr. 16), Húsatóttum (nr. 18, ítakið
frá Stað, enn ítakið frá Viðei fallið burtu), Þorkötlustöð-
um (nr. 20), Teigi (nr. 27), Hátúnum (nr. 33), Keldu-
gnúpi (nr. 36), Hvoli (nr. 38). Á Loftsstöðum (nr. 21)
virðist hún hafa verið stunduð til loka 15. aldar, og
sömuleiðis í Háfi (nr. 22) og Þikkvabæ í Rangárþingi
(nr. 23), og á Suðurnesjum virðist hún jafnvel ekki enn
hafa verið orðin aldauða um 1550 (sjá hjer að framan