Búnaðarrit - 01.01.1910, Qupperneq 139
BÚNAÐARRIT.
135
á 86. bls.). á tveim stöðum í Vestfirðingafjórðungi
hjelst kornirkjun og lengi, o: á Reikjanesi í ísafjs. (nr.
41) til e. 1400, og á Stað á Ölduhrigg (nr. 51) til c.
1530. Aftur á móti sjást fcess ijós merki, að kornirkj-
unni hnignar á ímsum stöðum sunnan lands á 14. öld-
inni, t. d. í Reikholti (nr. 1), Siðri Reikjum (nr. 5), Eiði
(nr. 6), Elliðavatni (nr. 8), Effersei og Akurei hjá Reikja-
vík (nr. 11 og 12), Vakursstöðum (nr. 26), Teigi (nr. 27),
Uppsölum í Landbroti (nr. 32). Þar sem um ítak frá
öðrum jörðum er að ræða, er það þó ekki víst, að
kornirkja hafi hætt með öllu á jörðunni, þó að itakið
fjelli niður. Það sjest á Húsatóttum í Grindavík (nr.
18). Þar fellur Viðeijarítakið burtu einhverntíma á ár-
unum 1313 til 1395, auðvitað af því að munkunum
hefur ekki þótt tilvinnandi að nota það svo langt frá
sjer, enn ítakið frá Stað í Giindavík stendur óhaggað
fram að c. 1500. Vera má, að þessi afturför, sem óneit-
anlega lísir sjer sumstaðar í kornirkjunni á 14. öldinni,
stafi að nokkru leiti frá „óárani" því á korni, sem getið
er um árið 1331 og enn 1389 (sjá 85. bls. að framan). Þegar
kornirkjan brást svo, að ekkert fjekst til útsæðis, var
hætt við, að hún legðist niður, að minsta kosti um sinn.
Enn mestan hnekki hefur hún víst beðið við svarta-
dauða, sem geisaði hjer á árunum 1402—1404. Á ein-
um stað sunnanlands verður vart við framför í korn-
irkjunni. Það er á Rauðalæk í Skaftafelsþingi (nr. 39).
Á Hlíð í Þorskafirði (nr. 43) er „akunjerðiðu, sem getið
er 1363 og 1397, orðið að „akurfröd" árið 1470.
Merkilegt ei', að flestir þeir staðir, þar sem vjer vit-
um að korn var ræktað, liggja ekki mjög langt frá sjó
eða í eijum í sjó úti. Svo er það t. d. á allri vestur-
strönd landsins, og ifir höfuð að tala sunnan lands, þó
að undantekningar komi firir (t. d. nr. 1 Reikholt, nr.
27 Teigur, og leifar í Gnúpverjahreppi, sjá 99. bls.
Moðfram kemur þetta víst af því, að við sjóinn var síð-
ur hætt við næturfrosti, meðan kornið var að koma