Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 140
136
BÚNAÐARRIT.
upp á vorin, enn meðfram líka af því, að kornirkjan
kom sjer vel saman við sjávarútveginn í verstöðunum
við sjóinn. í fiskiverunun sunnanlands, í Vestmannaeij-
um, á Loftsstöðum, við Faxaflóa, og undir Jökli hafa
menn þá eins og nú stundað sjóinn um vetrarver-
tíðina og fram eftir vorinu, og síðan getað gefið sig við
kornirkjunni, þegar klaka tók úr jörðu og voraði. Á
Norðurlandi virðist kornirkjan aftur á móti ekki hafa ver-
ið eins bundin við sjóinn, heldur 3tunduð samhliða kvik-
fjárræktinni alllangt upp til dala, t. d. í Akrahreppi í
Skagafirði og víðar. Ifir höfuð að tala virðist alt benda
til, að kornirkjan hafi hvergi verið aðalatvinnuvegurinn,
heldur alstaðar nokkurs konar aukageta við hliðina á
sjávarútvegi eða kvikfjárrækt. Sturlunga segir frá þvi,
að Þorleifur Þórðarson flutti að Sturlu „mjöl oq sícreiö“
úr Engei (sjá nr. 3), og sínir það, að þar fór saman
kornirkja og sjávarútvegur. Enn ijósastur vottur um,
að kornirkjan var enginn aðalatvinnuvegur, eru örnefnin,
sjerstaklega þau, sem kend eru við gerði, og að nokkru
ieiti þau, sem draga nafn sitt af tröð. Langflest þau bíli,
sem heita þessum nöfnum, eru nú annaðhvort hjáleig-
ur eða eiðihjáleigur. Sjálfstæðar jarðir með þessum
nöfnum eru miklu færri. Eftirfarandi tafla sínir, hvern-
ig nöfnin Qerði (Qerðar) og Tróð (Iraðir) og samsetn-
ingar þeirra skiftast niður á landið og hve margar eru
sjáifstæðar jarðir, hjáleigur og eiðihjáleigur með þessum
nöfnum í hverri síslu: