Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 142
138
BÚNAÐARRIT.
Á töflunni sjest, að Gerðin eru langflest í Norðlend-
ingafjórðungi og í Múlaþingi, og er þar hjer um bil 12.
hvert Gerði jörð sjer, enn hin öll hjáleigur, þar af i
Norðlendingafjórðungi tæpir 2/3 eiðihjáleigur, enn í Múla-
þingi eru eiðihjáleigurnar tiltölulega miklu færri, að eins
tæplega J/o af allri hjáleigutölunni. Hafi nú kornirkja verið
stunduð á þessum hjáleigum með Gerðis-nafni, sem )ík-
legt er um margar þeirra, þá sínir það, að hún hefur
verið auka-atvinnuvegur við hliðina á kvikfjárræktinni,
sem var stunduð á aðaljörðunum. Á þessum smágerð-
um hafa setið eignalitlir leiguliðar, sem höfðu lítið annað
sjer til viðurlífis enn handafla sinn og gerðið, og var
þeim nauðugur einn kostur að rækta þar korn til að
hafa í sig og á og eitthvað til að gjalda með leiguna.
Því minna land, sem bóndinn hefur undir, þvi meiri
hvöt hefur hann til að rækta það vel og velja það til
ræktunar, sem helst er arðvon af, enn firir gerðisbónda,
sem átti fátt kvikfjár, hefur á þessum tímum ekki getað
komið til mála að rækta annað enn korn. Hins vegar
var það handhægt fyrir bóndann á aðalbólinu að geta
fengið þarna nokkuð af korni í túnjaðrinum sumpart í
leigu, sumpart til kaups. Þetta er því ekki til firirstöðu,
að kornirkja hafi á einstökum höfuðbólum verið stunduð
í stærri stíl, t. d. á Ökrum í Blönduhlíð. Munnmæli
í Skagafirði og víðar og stöku örnefni benda til þess, að
margir af þessum gerða-bændum hafi upphaflega verið
þrælar, sem húsbóndinn lofaði að vinna sjálfum sjei-
frelsi og um leið húsbóndanum gagn með því að leifa
þeim að rækta korn á dálitlum bletti af jörðunni, líkt
og Laugarbrekku-Einar leifði Hreiðari (sbr. 129. bls. hjer
að framan),1 og líklegt þikir mjer, að hnignun kornirkj-
1) Likt segir Heimskringla og um Erling Skjálgsson á Sóla
i Norogi: „Erlingur hafði jafnan hcima 30 þræla; hann ætlaði
þrælum sínum dagsverk og gsf þeim Btundir síðan og lof til,
hverr er sjer vildi vinna um rökkur eða um nætur; hann gal
peim akurlönd að sá sjer korni og Jæra ávöxtinn til Jjár sjer