Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 143
BÚNAÐARRIT.
139
unnar í Norðlendingafjórðungi standi i sambandi við það,
að þrælar fóru altaf fækkandi, einkum eftir að kristni
var lögtekin, og hurfu loks alveg úr sögunni; að minsta
kosti ber mjög lítið á þeim eftir 1100. Þegar þrælar
fengust ekki lengur til að rækta korn í gerðunum, mun
hafa veitt ervitt að biggja þau, og þá hafa mörg þeirra
lagst í eiði, eins og vjer sjáum um Örligsstaðagerði á
Sturlungaöldinni. Þar af stafa hinar mörgu eiðihjáleigur
meðal Gerðanna. Meðfram hefur hnignun kOrnirkjunnar
norðanlands að líkindum komið af því, að hún var þar
stopulli og gaf minni arð enn á Suðurlandi.
í Sunnlendingafjórðungi eru gerðin langt um færri
enn i Norðlendingafjórðungi og Múlaþingi, og sjálfstæðar
jarðir með því nafni tiltölulega miklu fleiri móts við hjá-
leigugerðin. Samt eru hjáleigurnar einnig þar í miklum
meiri hluta. Af allri tölunni er hjer fjórða hvert gerði sjálf-
stæð jörð, hin öll hjáleigur. Einkennilegt er það og, að
hjer eru eiðigerðin nokkru færri enn þau, sem í bigð
eru. Hvorttveggja þetta stafar eflaust af því, að korn-
irkjan í Sunnlendingafjórðungi hefur gefið meiri og áreið-
anlegri arð enn í Norðlendingafjórðungi, og jafnframt af
því, að hún gat eftir eðli sínu betur samlagast sjávarút-
veginum í veiðistöðunum á Suðurlandi enn kvikfjárrækt-
inni flrir norðan. Gerðisbóndinn í Skagafirði hafði ekki
annað að lifa á enn gerðið, enn gerðisbóndinn siðra gat
um leið haft gagn af sjónum og þurfti þó ekki að van-
rækja gerðið; gat því gerði hans fremur orðið að sjálf-
stæðri jörðu með tímanum, og var síður hætt við, að
það legðist í eiði. Af báðum þessum ástæðum leiddi
Það og, að kornirkjan hjelst miklu lengur á Suðurlandi
enn á Norðurlandi. Samt sem áður sinir hinn mikli
fjöldi hjáleigugerðanna móts við tölu sjálfstæðu gerð-
hann lagði á hvorn þoirra verð og lausn; leistu margir sig liin
firstu missiri eða önnur, enn allir þeir, er nokkur þrifnaður var
’fir, leistu sig á 3 vetrum“ (Hkr. útg. F. J. Ólafs s. helga 23, k.
II 31. bls.).