Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 144
140
BÚNAÐARKIT.
anna að sjávarútvegurinn var hjer aðalatvinnuvegurinn,
enn kornirkjan aukageta.
í Yestfirðingafjórðungi eru „gerðin" mjög fá í til-
tölu við hina fjórðungana og flestöll eiðihjáleigur. Af
því virðist mega ráða, að kornirkjan hafi haldist þar
skemur og verið ifirleitt stopulli og arðminni enn í
Sunnlendingafjórðungi.
Ef vjer nú lítum á „traðirnar“, þá sínir taflan, að
þær eru mjög fáar í samanburði við „gerðin". Ein-
kennilegt er, að þær eru flestar í Vestfirðingafjórðungi,
þar sem gerðin eru fæst(mállíska?),vantar svo að segja alveg
í Múlaþingi og Norðlendingafjórðungi, þar sem „gerðin" eru
flest, og koma firir á stangli í Sunnlendingafjórðungi,
þar sem „gerðin" eru þó nokkuð mörg. Af „tröðun-
unum“ er að eins tæpur x/4 sjálfstæðar jarðir, hinar
allar hjáieigur, þar af þó ekki nema helmingur eiðihjá-
ieigur. Bendir þetta til hins sama, að kornirkjan hafi
ekki verið aðalatvinnuvegur í „traða“-sveitunum.
Fróðlegt er að athuga firri lið þeirra samsettu ör-
nefna, sem enda á -gerði eða -tröð.
„Gerðinu eru oft auðkend eftir stærð sinni (t. d.
Stóragerði, Litlagerði, Langagerði), stundum eftir stað-
háttum (t. d. Ósgerði, Hraungerði o. s. frv.). Stundum
eru þau kend við skepnur, sem hefur verið hleipt í gerðið,
þegar búið var að hirða, eða i þann part gerðisins, sem
lá í tröð (t. d. Ráðagerði, Sauðagerði o. s. frv.). Mjög
oft eru þau kend við aðaljörðina, sem „gerðið" liggur
undir; er það einkum mjög títt i Múlaþingi, Þingeijar-
þingi, Eijafirði og Skagafirði (t. d. Hvammsgerði, hjál.
frá Hvammi, Víðivallagerði, hjál. frá Víðivöllum), og eru
slík -gerði um 60 eða e. 17,6°/0 af öllum gerðunum.
Oftast eru þó gerðin kend við menn, og er firri liður-
inn þá annaðhvort mansnafn, karls eða konu (t. d. Árna-
gerði, Gróugerði), eða auknefni (t. d. Skrafsagerði), eða
nafnorð, sem táknar mann eða menn (t. d. Þrælsgerði,