Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 145
BÚNAÐaRRIT. 141
Iragerði); þessi nöín eru um 74 eða c. 21,4°/o af öllum
gerðunum.
Af jTVaða-nöfnunum eru miklu færri samsett á
þennan hátt enn af Gerða-nöfnunum. Þó kemur hvort-
tveggja firir, að þau eru kend við aðaljörðina (Lœkjar-
tröð, hjál. frá Læk) og við menn (t. d. Þrœlatröð).
íms af þeim nöfnum Gerða og 'J’raða, sem kend
eru við menn, bera vott um aldur gerðisins eða trað-
arinnar. í sumum þeirra er firri liðurinn æfagamalt og
fátítt mansnafn, sem snemma hefur orðið úrelt, og ein-
stöku sinnum nafn, sem ekki þekkist annars á íslensk-
um mönnum, enn kemur flrir í Noregi eða Svíþjóð.
Merkilegt í þessu efni er traðar-nafnið Hegurðartröð.
Það er, að því er jeg higg, afbakað firir Högurðartröð.
og firri liðurinn er mansnafnið Högurðr, sem stendur
firir Hagvörðr (þ. e. ,sá sem gætir hags húsbóndans',
nafn á trúum þræl?). Á sama hátt stendur Sigurðr
firir eldra Sigvörðr. Nafn þetta kemur firir bæði íNor-
egi og Svíþjóð í mindinni Hagvardh,1 enn þekkist ekki
hjer á landi nema í þessu eina traðar-nafni.
Líkt stendur víst á gerðis-nafninu Dögunargerði.
Þessi mind nafnsins er bersínilega tilraun til að skíra
gamalt nafn, sem menn ekki skildu, enn mjög óheppi-
leg, því að dögun er ekkert einkennilegt firir þennan
stað fremur enn alla aðra staði á landinu. Því hafa
menn á síðari timum stundum kallað gerðið Dagverð-
argerði og þarmeð sett það í samband við önnur nöfn
á landinu, sem menn halda að birji á „Dagverðar-“,
eignarfall af dagverður. Þetta er virðingarverð tilraun
1) Sjá E. H. Lind, Norsk-islándska dopnamn undir llag-
i’arðr. Afbökunin Hcgurðargerði er skiljanleg, því að bæði
skiftist ö og e stundum á i ní-íslensku (sbr. t. d. mölur og mel-
ar o. fl.), og lijer virðist alþíða liafa sott örnefnið í samband við
Hsingarorðið hagur og haldið, að firri liðurinn væri eignarfall
af hegurð, kvennkinsorði, minduðu í liking við megurð, fegurð
af magur, fagur.