Búnaðarrit - 01.01.1910, Qupperneq 146
142
BÚNAÐARRIT.
til að skíra nafnið og fer í rjetta átt að svo miklu leiti,
sem það setur nafnið i flokk með „Dagverðar“-nöfnun-
um. Þau verður öll að skíra á sama hátt, enn þau eru
allmörg. „Dagverðar“-nes eru þrjú að minsta kostir
,Dagverðar“-ár eru firir víst tvær; auk þess er til „Dag-
verðar“-eiri, „Dagverðar“-dalur, „Dagverðar“-hvammur
og „Dagverðar“-tunga. Er nú líklegt, að allir þessir
staðir dragi nafn af jafndaglegri athöfn og þeirri að
borða dagverð? Að vísu segir Landnáma, að Dagverð-
arnes í Dalasíslu dragi nafn af því, að Auður djúp-
auðga hafi haft þar dögurð (= dagverð) á leiðinni inn
til Dala, og Gfísla saga Súrssonar segir, að Dögurðardal-
ur upp frá Skutulsfirði heiti svo, af því að Austmenn
nokkrir átu þar dögurð. Enn þetta er ekki annað enn
gamlar tilraunir til að skíra nöfn, sem menn ekki skildu,
og um Dögurðará, sem þó takmarkar landnám Auðar
að vestan, getur Landnáma þess ekki, að Auður eða
nokkur annar hafi haft þar dögurð. Jeg er sannfærður
um, að firri liður allra þessara nafna er mansnafn í
eignarfalli. Á það bendir sjerstaklega Dögunargerði, því
að gerðin eru langoftast kend við menn, ef þau eru ekki
kend við aðaljörðina. í eistu ritum er firri liður þess-
ara nafna altaf Dögurðar-, og hafa hinir firstu fjórir
stafir haldist óbreittir í Dögunargerði. Þetta Dögurðar-
er eignarfall af mansuafninu Dögurðr firir Dagvörðr,
,sá sem hefur gát á, hvenær dagurinn kemur' (? til að
vekja fólkið til starfa), ágætt sæmdarnafn á árvökrum
verkamanni eða þræli. Sama nafnið felst eflaust í norsku
bæjanöfnunum Dagerad framborið deuweru, í Aremark-
hjeraði, og Dagerud í Rakkestad-hjeraði.1 Annars virð-
ist þetta æfagamla nafn vera gleimt á Norðurlöndum,
enn önnur nöfn, sem hafa Dag- í firri lið, stiðja það,.
t. d. Dagfari, Dagfinnr, Dagstyggr, Dagviðr, Dagbjört,
Dagrún, og í fornháþisku er til sama naínið (Tagawart).
1) Rygb, Norske Gkrdnavne I 185. og 109. bis.