Búnaðarrit - 01.01.1910, Side 147
BÚNAÐARRIT.
143
Önnur g-ömul og fágæt mannanöfn, sem koma firir
i þessum gerða-heilum, eru t. d.. Bárekur, Beinir,
Blængur (eldra Blœingr, þíðing: „hrafn"), Bresi, Brúni,
Galti, Geirhildur, Háls, Heggur, Holti, Jökull, Klaufi,
Kráka, Máni, Oddi, Ósk, Þorljót. Gömul auknefni koma
fram í sumum, t. d. Gála (sbr. Gáli, Árb. f. n. oldk.
og hist. 1908, 257. bls.), Kraki, Kolla (sbr. s. st. 195.
bls.), Skrafsi (sbr. skraffinnur og auknefnið sltraf, s. st.
213. bls.).
Sum gerðin eru kend við íra eða menn, sem bera
irsk nöfn, t. d. íragerði á Stokseiri og Kalmansgerði í
Arnarneshr. í Eijafjarðarsíslu (sbr. Kjaransei hjer að
framan, nr. 55). Þessi gerði eru að öllum líkindum frá
landnámsöldinni og náskild þeim, sem bera þræianöfn
eða eru beint kölluð Þrælsgerði eða Þrælagerði.
Einkennilegt er nafnið Bandagerði, í Glæsibæjarhr.
í Eijafj.s. Það virðist vera leitt af bönd, hvorugkinsorði
í fleirtölu, sem þíðir „goðmögn", og sje svo, er það úr
heiðni. Gerðið virðist hafa verið helgað b'öndum í þeirri
von, að þau gæfi af því góða uppskeru.1
Aftur eru önnur nöfn ingri, úr kristnum sið, t. d.
Maríugerði, Pálsgerði, Nunnugerði, Munkagerði og
Kirkjugerði. Maríugerðin eru mörg, 4 í Þingeijarþingi
og eitt í Eijafirði, og er því líklegt, að þau hafi verið
helguð Maríu meiju í von um, að hún gæfi af þeim
góðan arð, líkt og Bandagerði böndum, og að líkindum
hefur einhver Maríukirkjan átt að fá hlutdeild í arð-
1) Til samanburðar má benda á, að til oru rekaítök i
Húnayatnssíslu, sem hafa verið kölluð Spákomiarfur, eflaust
kendur við og kominn frá Þórdísi spákonu á Spákonufelli.
Virðast menn liafa haft trú á þvi, að spákonan gœti seitt hvali
11 land cða önnur þvílik höpp og því gefið henni parta í rekum
síniim (sjá um Þórdísi t. d. Bisk. I 35.-36. bÍB.). Síðar varð
Þingeiraklaustur eigandi að flestum þessum reka-ítökum, og var það
^ðlilegt, því að í kristnum sið höfðu menn trú á, að klaustur og
aðrar slíkar stofnanir drægi höpp á land. Elsta skjal um Spá-
konuarf cr frá c. 1200, sjá ÍFornbrs. I 304. —306. bls.