Búnaðarrit - 01.01.1910, Síða 148
144
BÚNAÐARRlT.
inum (sbr. Kirkjugerbi í Akrahr. í Skagafjs.). Pálsgerði
og Nunnugerði eru við Eijafjörð (Pálsgerði þó í Þingeijar-
síslu). Þessi nöfn öll benda til, að kornirkjan hafi hald-
ist talsvert fram iflr árið 1000 í Norðlendingafjórðungi.
Ung eru og Junkara(Junkæra-)gerði á Suðurnesjum og
Paronsgerði í Skagaf. (af Paron, mansnafni?)
Um undirbúning alcursins undir sáninguna vitum
vjer það, að jörðin var plægð (sbr. Viðei nr. 9, Garða á
Álftanesi nr. 18, Borg undir Eijafjöllum nr. 34 og hjá-
leigunaínið Erill í Rangárvs.). í Viðei er þess getið, að
plægingin fór fram um vorið um það leiti, sem æðar-
fuglinn var að setjast upp, líklega til undirbúnings sán-
ingunni sama vor. Enn að iíkindum hafa ekki allir
gerðabændurnir verið svo fjáðir, að þeir ætti plóg og eik
til að beita firir hann, því að arðuruxar vóru dírir,
enda bendir einn staður í Búalögum á það, að sumir
hafi stungið upp eða pælt upp akurinn í stað þess að
plægja hann. Þar er það kallað meðalmans dagsverk
að „velta fjórðungslandi“ (Búalög aftan við Atla, Kh.
1834, 201. bls.). Nú munum vjer síðar sjá, að fjórð-
ungsland var hjer um bil 49 [Á faðmar, eftir því sem
vjer teljum nú, og álítur herra garðfræðingur Einar
Helgason það sennilegt dagsverk að stinga það upp með
þeim verkfærum, sem menn höfðu þá, enn hlægilega
lítið dagsverk, ef um plæging er að ræða.
Það segir sig sjálft, að sáðlandið var frjóvgað með
áburði, og á 2 stöðum (Loftsstöðum nr. 21 og Reikja-
nesi í ísafs. nr. 41) sjest, að þari var hafður til .áburðar.
Stundum var vatni veitt á akurinn til að frjóvga hann.
Um það ber Grágás órækt vitni á stað þeim, sem vitn-
að er í hjer að framan á 84. bls., og svo var gert á
Hvoli í Fljótshverfi (nr. 38), sbr. ennfremur örnefnið
Vœtualcrar í Snæfellsnessíslu og menjar vatnsveitu, sem
fundist hafa í Landssveit í Rangárvs. og á tveim stöð-
um í Skaítafelssíslu (sjá hjer að framan á 103. og 110.
bls.). Einar garðfræðingur Helgason heldur, að vatninu