Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 151
BÚNAÐARRIT.
147
e. fjögra reita rækt). Líkt kemur firir hjer á landi á
Siðrireikjum í Mosfellssveit (nr. 5). Þar filgja kirkjunni
19 mæla akurlönd, og átti fráfarandi að „selja sáin hálf
af hendiu, þ. e. skila akrinum liálfum sáhum enn hálf-
um í tröðu} Auðvitað hafa menn hjer á landl ekki sáð
rúgi í þann fjórðung akursins, sem var „lagður úr tröð“,
enn að öðru leit.i hafa menn að líkindum filgt sömu
reglu um hvíldir sáðlandspartanna og í Noregi, því að
þaðan kom kornirkjan hingað, enda er hægt að koma
því, sem segir um sáðlandið á Siðri Reikjum, í fult sam-
ræmi við norska lagastaðinn að öllu öðiu enn því, sem
snertir rúgsáninguna. Það sjest á eftirfarandi uppdrætti:
1. ár 2. ár 3. ár 4. ár
Þetta skírir sig sjálft: a táknar sáinn akurreit, fjórð-
ung als sáðlandsins, t táknar tröð, sömuleiðis fjórðung
sáðlandsins. Uppdrátturinn sínir hringferð hinna sánu
akurreita og traðanna á 4 árum. Altaf liggur helming-
ur sáðlandsins í tröð, eins og á Siðri Reikjum, og altaf
er þó einn fjórðungur lagður í tröð og annar úr tröð á
hverju ári, eins og segir í Frostaþingslögum, og að fjór-
um árum liðnum birjar sama hringferðin aftur. Með
þessu móti fær hver fjórðungur akursins alt af tveggja
ára hvild í samfellu og er síðan í rækt 2 ár samfleitt.
Af þeim 2 fjórðungum, sem í rækt eru, er altaf annar
tekinn úr tröð, enn hinn hefur verið í rækt næsta ár á
1) Hjer er vafasamt, hvort útsæðið er 19 mælar — þáfilg-
ir hinu sána akurlandi jafnstór tröð aukreitis — eða heimingur
af 19 mælum (— 9Vs mælir) — þá er tröðin talin með i flatar-
máli akurlandsins. Enn um það meira siðar.
10*