Búnaðarrit - 01.01.1910, Blaðsíða 153
BÚNAÐARRIT.
149
lent bigg mundi liklega þroskast á 90 dögum, svo að
ef menn hafa sáð seint í mai eða first í júní, sem lík-
legt er, gat uppskeran birjað um 1. september.
Á kornskurðinn minnast fornritin ekki, enn líklegt
er, að sigðirnar eða ljáirnir, sem skorið var með, hafi verið
svipaðir hinum fornu norsku sigðum, sem fundist hafa.1
Um meðferðina á korninu eftir skurðinn eru forn-
ritin sagnafá, enn líkiegt er, að hún hafi verið nokkuð
svipuð meðferðinni á melkorninu í Skaftafelssíslu, sem
Sæmundur Hólm iísir í 2. bindi Lærdómslistafjelagsrit-
anna. Að minsta kosti sjest þar glögt, hvað átt er við
í Bjarnar sögu Hitdælakappa, þar sem talað er um að
„skrýfa“ kornið í Kjaransei (nr. 55). Þegar búið er að
skera kornið, er það bundið í kerfi (eða bundin í fornu
máii), og eru 6 kerfi (af mel) lögklif á hest; síðan eru
kerfin borin saman í skrúf, þangað til í því verður á
2 —4 hesta; liggja þá höfuðin (þ. e. efri endarnir á
kornstöngunum) saman í miðju, enn stjelirnir (neðri
endarnir) út. Þetta er það sem sagan kallar að „skrýfau
kornið.2 Norðmenn hafa enn í dag orðið skruv og sögn-
ina slcryva í sömu merkingu.
Um það, hvernig melkornið var (ogerenn?) skekið,
þurkað við eld í sofnhúsi, troðið, driftað og malað, vísa
jeg til Sæmundar Hólms í áðurnefndri ritgjörð. Líklega
hefur aðferðin við verkun biggsins verið nokkuð svipuð
hjá forfeðrum vorum. Og það tel jeg að minsta kosti
víst, að kornið hafi ekki eftir uppskeruna getað orðið
nægilega þurt úti við, eða kjarninn nógu harður undir
mölunina, eftir því sem loftslagi háttar hjer á landi,
1) Mindir af sigðum þessum eru í Schubeler, Kulturpflanzen
Norwegens á 161.—162. bls. Þar eru og á 169.—160. bls. mindir
af gömlum norskum plógum.
2) Sbr. Schiibeler, Yiridarium Norvegicum I 306. bls. Þar
cr mind af fólki, sem er áð skrífa, enn þó með nokkuð öðru
moti, enn Sœmundur lisir. Sjá sömuleiðis eijarnafnið Páskrúf á
■*28. bls. hjer að framan.