Búnaðarrit - 01.01.1910, Blaðsíða 154
150
BÚNAÐARRIT.
nema þá ef til vill í einmuna sumrum, og að því hafi
þurft að þurka það við eid í sofnhúsi, sem Sæmundur
lísir og sínir mind af. Sama aðferðin tiðkast enn í
Færeijum, og er þerrihúsið þar kallað sodnnr, sem ef-
laust er sama orðið og sofn á íslensku,1 og sumstaðar
í Noregi er eins farið að, og er þar þerrihúsið eða ofn-
inn kallaður kylna. Þetta orð kylna kemur og firir í
fornnorsku, og sjest á því, að aðferðin er gömul. Um
miðja 18. öld vóru 15 bændur sendir hingað frá Dan-
mörku og suðurhluta Noregs til að kenna íslendingum
að rækta korn. Þær tilraunir mistókust, og kenna þeir
Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson aðallega því um í
ferðabók sinni, að þessir bændur kunnu ekki að þurka
kornið við eld líkt og Færeiingar (sjá ferðabók þeirra
Eggerts 957.—960. bls.). Kornið varð þroskað, enn
kjarninn ekki nógú harður, nema hann væri þurkaður.
Til þess að kornirkjan hjeldist við á jörðunum, þar
sem hún einu sinni var komin á, tóku menn það ráð
að gera fráfarandi ábúanda að skildu að skila jörðunni
með ákveðnu máli korns, sem átti að vera „niður fært“
(sáð) í fardögum. Til að hafa nokkra hugmind um,
hve miklu þetta nam á hverjum bæ, og ifir höfuð um
vöxt kornirkjunnar hjá forfeðrum vorum, verðum vjer
að vita, hvernig kornmál þeirra eða lagarmál stóð af
sjer við kornmál það eða lagarmál, sem vjer nú höfum.
Vjer verðum að vita, hve mikið íslenskt fjórðungsker-
ald tók, hve stór mœlirinn íslenski var og þrímœlingur-
inn, og hve mikið komst firir í íslensku sáldi. Þetta
efni hefur verið eins og óplægður akur hingað til, og er
mjer því nauðugur einn kostur að reina að greiða nokk-
1) í nornku kemur og fyrir sama orðið: sonn, þar haft um
ofn til að þurka í malt. Líklega er íslenska orðinu vikið dálítið
við í likingu við orðið ofn. Upphaflega er þetta orð runnið frá
fornírska orðinu sornn, sem þíðir sama og so/n, og skilt latínska
orðinu furnus, ofn (sjá Alexander Bugge. Vesterlandenes indfly-
delse pá Nordboernes kultur 257. bls.).