Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 156
152
BÚNAÐARRIT.
ísland, enn mörkin sameiginleg firir ísland og Noreg.
í norskum íornritum er hvergi, svo jeg viti, talað um
fjórðung veginn. Yættir höfðu Norðmenn að vísu,
enn þær vóru mismunandi í ímsum hjeröðum, og engin
þeirra var jöfn íslenskri vætt að markatali (160 merkur).1
Yjer hverfum þá að kornmáli feðra vorra. Um það
er Jónsbók skilríkasta vitnið. Þar stendur svo í kaupa-
bálki 28. (26.) k. (útg. ÓH. 235. bls.):
„En þessi slculu mœlikeröld vera til búnytjar ok
þeirra hluta, sem í keröldum skal mœla: Er þar fijrst
búskjóla, þat er í liggr hálfr annarr fjörðungr. Þá
er fjórðungr þat, er gerir á váq 20 merkr rúgar olc
hrista tvisvar í keraldi ok draga tré yfir. Kvennaskar
fjórir í fjórðungi; hálfr annarr kvennaskr í karlaski“.
Vjer sjáum á þessum stað, að rúgfjórðungur mæld-
ur er sama sem rúgfjórðungur veginn, eða að fjórðungs-
kerald á að taka rjettar 20 merkur vegnar af rúgi.
Ekkert þessu líkt stendur á tilsvarandi stað í Lands-
lögum Magnúsar lagabætis (Kaupab. 29. k. Norges gamle
Love II 166. bls.). Þar segir að eins, að 2 sáld skuli
vera í 692 marka skippundi, 6 mælar i sáldi, og að
mælinum skuli skifta í helminga, fjórðunga og sjöttunga,
og málin „prófuð með rúg“ og „vanddregin" (þ. e. trje
dregið ifir).
Þar sem nú annars langir kaflar í Jónsbók eru
teknir óbreittir úr Landslögum Magnúsar, þá sjest á
þessu, að hjer hlítur að verá um alveg sjerstakt íslenskt
rúgmál að ræða í íslensku lögunum, enda verður (mælis-)
fjórðungur mældur eftir Landslögum að eins 14,4 merk-
ur, og kemur það ekki heim við 20 marka fjórðunginn
íslenska.
Þetta íslenska kornmál er miðað við þungaogrúm-
tak rúgs, sem var lítt eða ekki ræktaður á íslandi. Rað
hlítur því að hafa skapast hjer við versiunina með að-
1) Sbr. hið ágæta rit Macody Lund’s Norges 0kon«miske
system og værdiforhold i middelalderen 15.—16. bls.