Búnaðarrit - 01.01.1910, Blaðsíða 157
BÚNAÐARRIT.
153
fluttan rúg, og af því að verslunin var langt fram eftir
öldum mest við Noreg, má ganga að því vísu, að málið
sje miðað við norskan rúg. Líka má teija víst, að
norskur rúgur hafl í fornöld verið hjer um bil jafnþung-
ur að meðaltali og norskur rúgur er nú, og virðist því
óhætt að miða við það. Nú segir Schúbeler, að 1 tunna
af norskum rúg =144 pottar norskir =139 lítrar1
vegi 195—200 norsk pund.2 Af þessu tek jeg meðal-
talið og geri, að norsk rúgtunna vegi 197,5 norsk pund.
Þetta geri jeg að franskri vog (l norskt pund =
498,1137 grömm) og fæ út, að norslc rúgtunna eða 139
lítrar af norskum rúg vegi 98,3775 lcílógrömm.
Nú má finna stærð mælds rúgfjórðungs íslensks —
sem vó 20 merkur = 4,32 kílógrömm — með einfaldri
þríliðu þannig:
Þegar 98,3775 kílógr. gera 139 lítra, hvað gera
þá 4,32 kílógr.
Svar: 6,10383 lítra — og verður það þá
rúmtalc 1 íslenslcs fjórðungs mœlds.
Ein mœld mörlc = a/20 fjórðungs verður þá ==
0,3051915 lítrar.
Ein búskjóla = 1 l/o fjórðungur verður 9,15574 lítrar, «inn
kvennaskur = 1 /* fjórðungs = 1,62596 lítrar og einn karlask-
ur — li/3 kvennaskur = 2,28894 lítrar.
Staðurinn í Landslögum Magnúsar konungs sínir,
að í Noregi vóru taldir fjórir fjórðungar mældir í einum
mæli korns, og má telja vist, að svo hafl og verið á
íslandi, þó að málin væri að öðru leiti misstór. Þess
má geta, að mælarnir vóru mjög misstórir í Noregi í
ímsum hjeruðum. Mælir sá, sem. lögboðinn er í Lands-
'ögum, var t. d. 57,67 merkur mældar, enn í Sogni var
mælirinn að eins 28,8 merkur mældar eða hjer um bil
1) Eiginlega 138,97 lítrar, sjá Hages Hándbog i handels-
videnskab 444. bls.
2) Schiibeler, Die Kulturpflanzen Norwegens 48. bls.