Búnaðarrit - 01.01.1910, Síða 158
154
BÚNAÐARRIT.
helmingi minni.1 Því dugir ekki að miða við stærð
mæla í Noregi, enda höfum vjer sínt, að hið ísienska
kornmál var alveg sjálfstætt og óháö norsku kornmáli.
Nú er það Ijóst, að orðið fjórðungur hlítur að tákna
fjórða part af einhverju. Og þar sem hjer er um
kornmál að ræða, getur ekki verið öðru til að dreifa
enn mœli eins og í Noregi. Þögn Jónsbókar um stærð
mælisins er skiljanleg. Það hafa þá allir íslendingar
vitað, að 4 fjórðungar vóru i mæli, og þurfti ekki að
geta þess.
Jeg tel því víst, að 1 mælir íslenslcur hafi verið =
4 fjörðungar mældir = 80 merJcur mældar, og tekur
hann þá, eftir áður fundinni stærð fjórðungsins, 4X6,10383
lítra = 24,41532 litra.
Þess skal getið, að í Noregi virðist hvergi hafa
verið tíðkaður 80 marka mælir.
Á Eiði í Mosfelssveit (nr. 6) er getið um „Jielm-
ingar sáð“, ítak, sem Viðeijarklaustur átti. Þar sem
nú fjórðungur mældur er fjórðungur mælis, virðist mega
telja víst, að Jielmingur sje = helmingur mælis = 2
fjórðungar mældir = 12,20766 lítrar.
Þá er sáldið. Þar dugir ekki að taka norsku sáld-
in til samanburðar, þvi að þau vóru mjög misjöfn í
ímsum hjeruðum.2 3 Enn það eitt stendur fast, að alstað-
ar í Noregi eru 6 mœlar taldir í sáldi,s og virðist mega
telja víst, að svo hafi og verið hjer á landi, þó að ekki
finnist beinar sannanir firir því, svo jeg viti, í íslenskum
ritum.
1 íslensJct sáld verður þá 6 mœlar = 24 fjórð-
ungar mœldir = 480 mœldar merJcur = 14 6,4919 2
1) Macody Lund, Norges 0kon. system 19. bls. Sbr.
Fritzners orðabók 2. útg. undir mœlir.
2) Sbr. Macody Lund, N. 0k. s. 19., 39,—40., 46., 47. bls.
og víðar.
3) Sjá Fritzners orðab. 2. útg. undir mœlir.