Búnaðarrit - 01.01.1910, Qupperneq 159
BÚNAÐARRIT.
155
lítrar (vantar c. 8^/2 lítra upp á IV2 hektólítra). í
dönsku máli verður það 151,6294 pottar = 1,053 korn-
tunnur (rúmum 71 */* potti meira enn korntunna).3
Nokkuð snemma komst inn íslenskt tunnumál við
hliðina á sáldinu. Orðið tunna er í Norðurlandamálun-
um tekið til iáns úr lágþísku. Hjer á íslandi kemur
það varla firir fir enn á öndverðri 13. öld (í Háttatali
Snorra og Heilags anda visum), og er óvíst, að tunnan hafi
alment verið höfð sem mál fir enn á 14. öldinni (sbr. Orms
þátt Stórólfssonar í Fms. III 211. bls. og máldaga frá
1331 í ÍFornbrs. H 672. bls.). Þessi íslenska tunna tók -
tvö hundruð marka tólfræð = 240 merkur og var því -
rjettur helmingur hins forna sálds (ÍFornbrs. IX 414.,
415. og 417. bls. í Alþingissamþikt um verslunina frá
1527 og IX 583. bls. í kaupsetningu eftir lögbók Ara
lögmans Jónssonar). Á ofanverðri 15. öld (sbr. Pínings-
dóm í Lovsaml. f. Isl. I 41. bls.) er þetta tunnumál
orðið algengt í versluninni, og hefur þá útrímt hinu
forna sálds-máli. í*að sjest á því, að nú er tunnunni
1) Grágás minnist á sáld á einum stað (Grág. Kb. II 71.
bls.), þar sem rœðir um útbúnað hafskipa, áður þau láta í haf
hjeðan til útlanda. Þar stendur, að stirimenn (þ. e. skipstjórar)
skuli búa svo skip sitt, að það sje vel fært að öllu, og skuli vora
fteigi minna valn, enn sex menn sje um sáldn. Eftir þeirri
stærð sáldsins, sem hjer er fundin, hefur þá átt að ætla hverj-
um manni á skipinu minst 24,4 Htra til ferðarinnar, og verður
það minna enn einn lítri á dag, ef gert er ráð fyrir 4viknaúti-
vist, sem varla má minna vera, Yatnsforðinn er lítill, enn menn
hafa til skams tíma verið mjög sparir á vatni á hafskipum í
langferðum, og forfeður vorir vóru það eflaust engu síður, með
þeim skipum og þeirri áhöfn, sem þeir höfðu, þar sem rúmið var
svo dirmætt. Pess ber og að gæta, að fornmenn elduðu ekki
mat á skipunum, lieldur átu kalt, ef þeir gátu ekki eldað á landi,
að hver maður nestaði sig sjálfur, og hafa líklega flestir haft
siru mcð sjer á sjóinn til að drígja og bæta drikkjarvatnið, likt
og Þorgeir flöskubakur gerði (Grett. 11. k.) og sjómenn gera
enn, og loks, að menn hafa eflaust safnað regnvatni á leiðinni.
Að öllu þessu athuguðu þikir mönnum, sem vit hafa á, vatns-
forðinu sennilegur.