Búnaðarrit - 01.01.1910, Side 160
156
BÚNAÐARRIT.
skift í 8 þrjátíu marka áttunga (sjá áburgreinda staði).
Enn annars fellur þetta tunnumál vel inn í kornmáls-
kerfið forna og er auðsjáanlega lagað eftir því, þar sem
1 tunna er = V* sáld = 3 mœlar —73,246 lítrar
(= 75,8 danskir pottar = 0,526 korntunnur danskar).
Þetta samræmi tunnumálsins við sáldsmálið bendir til,
að niðurstaða sú, sem vjer höfum komist að um mai'ka-
tal mælis og sálds, muni vera rjett.
Eitt íslenskt sáld af norskum rúgi vegur jafnmargar
vegnar merkur, sem það tekur mældar, þ. e. a. s.
480 vegnar merkur = 480X216 grömm = 103,680
kílógr. Þetta er rúgvog sálds.
Biggið, íslenska korntegundin, er aftur ljettara í
sjer. Um þingd þess biggs, sem ræktað var hjer á
landi, vitum vjer ekki, enn þar getur varla munað miklu,
þó að vjer förum eftir þingd á norsku biggi. Macody
Lund telst svo til, að þegar 2 norsk sáld af norskum
rúgi vegi..............1 skippund = 691,2 merkur
þá vegi sama mál, 2 sáld norsk, af
norsku biggi........................... 648 —„—
Mismunur . . . 43,2 xnerkur
og svarar það rjettum x/i6 af rúgvoginni, sem biggið er
ijettara. Segir hann, að þessi munur komi vel heim
við vog á norsku biggi og staðfestist af fornum skjölum.1
Ef vjer nú viijum finna biggvog íslensks sálds, þá
vitum vjer, að 1 sáld íslenskt af
norskum rúgi vó. . . . 480 merkur= 103,68 kílógr.
Þar frá dregst x/i6 af voginni=: 30 —„— = 6,48 —
Verðurþábiggvogl sáldsísl.=450 merkur= 97,2 kílógr.
1 mælir af biggi (Úg sáids) vegur þá 75 merkur =
16,2 kílógr., og 1 fjórðungur mældur af biggi (1/i mælis)
vegur 18,75 merkur = 4,05 kílógr.
Vjer höfum þá fundið rúmtak kornmálanna íslensku
og biggvog þeirra.
1) Macody Lund, Norges 0k. system 39. bls.