Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 164
160
BÚNAÐARRIT.
Um það, hve margföld uppskeran var við útsæbið,
höfum vjer ekki nein vitni, enn líklega er óhætt að
taka Noreg til samanburðar. Þar segir Schúbeler, að
mælisland norskt („1 mál jord“), sem í fer V* tunnu
norskrar af útsæði, gefl af sjer l3/i—2 tunnur, sem
svárar að uppskeran sje 7—8-föld við útsæðið, enn geti
gefið 4 tunnur (sextán-föld uppskera) eða jafnvel 5 (20-
föld uppskera), og eitt dæmi greinir hann þess, að upp-
skeran hafl verið rúmlega 34 sinnum meiri enn út-
sæðið.'1 í lakari árum er uppskeran 6-föld.2 Hjer á
landi hefur uppskeran víst verið misjöfn á imsum stöð-
um, eftir því hve vel þeir lágu við kornirkju og auðvit-
að eftir árferði, enn engar öfgar eru það, þó að vjer
gerum, að hún hafl, að minsta kosti sunnanlands, verið
að jafnaði sex-föld við útsæðið.
Jeg hverf þá aftur að því, sem flr var frá horfið,
að greina vöxt kornirkjunnar á einsiökum stöðum, þar
sem heimildarritin skíra frá slíku. Á sumum af þess-
um stöðum er sagt, hve mikið korn niður fært eigi að
filgja sjálfri heimajörðunni, sem um er að ræða, og er
iíklegt, að þar hafi ekki að jafnaði verið ræktað miklum
mun meira korn, enn þessu útsæði svaraði. Heimildar-
ritin geta um fáa slika staði, og greini jeg þá í flrsta
fiokki. Aftur er á allmörgum stöðum talað um ítak í
einhverja jörð frá öðrum jörðum, og virðist mega ganga
að því vísu, að á slíkum jörðum hafl heimabóndinn haft
að minsta kosti eins stórt sáðland undir eins og ítaks-
eigandinn, ef ekki stærra. Á þessu verður að gera
skarpan greinarmun, og tel jeg ítök þessi í 2. flokki.
Og enn er hinn þriðji flokkur staða, þar sem um land-
skuld er að ræða, greidda í mjöii, eða um einhvers
konar árlegt mjölgjald, sem á jörð hvilir, t. d. prests-
1) Schiibeler, Viridarium Norvegicum I 302. bls.
2) Sbr. Schiibeler, Die Pflanzenwelt Norwegens 121. bls.