Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 165
BÚNAÐAKRIT.
161
mötu, og er þar sjálfgefið, að jörðin hefur framleitt
miklu meira af korni, enn afgjaldinu svarar. Akurlönd
Siðri Reikja kirkju (nr. 5) tel jeg með ítökum, þó að
þau lægi á heimajörðunni, af því að kirkjan átti ekki
jörðina, og ábúandinn hafði líka kornirkju og gat goldið
helming prestsmötunnar í mjöli.1 Sömuleiðis tel jeg þá
einstöku mæla, sem filgdu Kristbúunum í Skaftafelsþingi,
með ítökum, því að jeg tel sjálfsagt, að Kristbúslandset-
inn hafi haft stærra akurland undir, enn svaraði þeim
eina mæli, sem hann átti að standa Kristbúinu skil á.
í 1. flokki greini jeg bæði rúmtak útsæðis og rúmtak
áætlaðrar (sexfaldrar) uppskeru og flatarmál akurlands, í
2. flokki að eins rúmtak útsæðis og tilsvarandi flatar-
mál akurlandsins, því að þar verður hvort sem er ekki
ætlast á um, hve mikið jörðin í heild sinni gaf af sjer
af korni.2 í 3. flokki síni jeg að eins stærð mjöl-
gjaldsins:
1) Hálft hundrað (álna) í mjöli, sem bóndinn átti að greiða,
amsvarar 2 vættum mjöls eftir Grág. Kb. útg. Finsens II 247.
-248. bls.
2) Eins og áður er getið, tek jeg i báðum þessum töflum
(1. og 2.) ekkert tillit til traða. Flatarmálsdálkurinn sínir stærð
hin8 sána akurlands. Ef hálfur akur hefur legið í tröð, verður
að tvöfalda flatarmálið í 1. töflu, því að þar greina heimildar-
ritin alstaðar rúmtak útsæðis, og sama er að segja um Kristbúin
1 2. töflu (nr. 31, 32, 36 og 37). Enn á hinum stöðunum, sem
greiudir eru í 2. töflu, er vafasamt hvort á að tvöfalda flatar-
wálið eða helminga útsæðið, ef traðir eru taldar með, því að
þar groina heimildarritin flatarmál akurlandsins.
11