Búnaðarrit - 01.01.1910, Side 168
164
BÚNAÐARRIT.
3. Mjölgjald frá jördum:
Nr. 5. Siðri Reikir. Prestsmata 2 vættir1 * mjöls = 69,12
kílógr. =: 138,24 d. pund.
— 8. Elliðavatn. Upp í landskuld 4 vættir mjöls
= 138,24 kílógr. = 276,48 d. pund.
— 22. Háfur. Til kirkna 2 vættir mjöls = 69,12
kílógr. — 138,24 d. pund.
— 23. Þikkvibær. Til kirkju 1 vætt mjöls = 34,56
kílógr. = 69,12 d. pund.
— 26. Vakursstaðir. Til Odda „12 álnir í mælurn", lík-
lega = c. 3/2 vætt mjöls, eða tæplega það,
= 17,28 kílógr. = 34,56 d. pund.
Ritgjörð þessi væri endaslepp, ef jeg mintist ekki
einu orði á ölhitu feðra vorra. Sögur vorar sína, að
hún var oft höfð um hönd á íslenskum sveitabæjum,
jafnvel í sjerstökum „hituhúsum" (sbr. t. d. Sturl. Oxf.
II 127. bls., Bisk. I 339. og 340. bls. og Orms þátt í
Fms. III 211. bls.). ölið er hitað úr malti, enn maltið
er aftur ekki annað enn bigg, sem er látið „spíra“ með
því að bleita það og láta það liggja við il; er síðan malt-
ið annaðhvort notað þegar í stað blautt til ölhitunar,
eða þurkað og malað, ef menn vilja geima það. Hjer
að framan eru sínd dæmi þess, að malt var búið til úr
heimaræktuðu biggi (nr. 3 Akranes, nr. 14 Bessastaðir,
nr. 53 Álftanes á Mírum). Sem dæmi þess, hve ölhit-
an var almenn, má geta þess, að það er „annálað" sem
nílunda, að ekki var drukkið annað en þískt öl eða það-
an af dírara í veislu þeirri, sem Wilchin biskup hjelt
1394 (Lögmansannáll). Jón Egilsson segir í Biskupa-
annálum sinum frá litlu atviki, sem sínir, að ölgerð, og
þar með þá líka sjálfsagt kornirkja, muni enn hafa verið
tíðkuð í Görðum á Álftanesi um 1530. Afl Jóns, Einar
1) Hjer og á ef'tir er átt við forna vætt = 34,56 kilógr.
= 69,12 d. pund.