Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 170
166
BÚNAÐARRIT.
sjer. Þó að kornirkjan væri aldrei neinn aðalatvinnu-
vegur, þá gefur að skilja, að hún hefur samt haft mjög
mikla þíðingu flrir landsbúið. Firir hana var landið
miklu fremur sjálfbjarga, og má geta nærri, hve mikið
var í það varið, þar sem aðflutningar allir frá útlöndum
vóru mjög erviðir og brugðust stundum með öllu, og
útlend vara öll í háu verði.
Annað má læra á vitnisburðum þeim um kornirkju,
sem hjer eru til tíndir. Forfeðurvorir vóru miklu meiri
jarðirkjumenn og dugnaðarmenn í jarðabótum, enn flestir
hafa haldið. Að þessu leiti eigum vjer að feta í íót-
spor þeirra og helst komast feti lengra enn þhir.
Þó má enginn skilja 01 ð mín svo, sem jeg vilji hvetja
menn til að taka upp aftur kornirkju feðra vorra. Slíkt
er fjarri mjer. Nú á dögum er alt öðru vísi ástatt.
Aðflutningar eru greiðirog korn tiltölulega mjög ódírt. Þeg-
ar kornland eins og Danmörk hefur sjeð sjer hag við að
takmarka hjá sjer kornirkjuna og taka upp kvikfjárrækt
i staðinn, þá má geta nærri, að það mundi vera mis-
ráðið hjá oss að taka upp kornirkju í stað grasræktar
og kvilcfjárræktar.
Ef Þormóður, son Þorkels mána, niðji Ingólfs iand-
námsmans, sem var alsherjargoði, þegar kristni var
lögtekin, risi nú upp úr gröf sinni, mundi honum bregða
í brún, er hann sæi allar framfarirnar, þennan stórabæ,
sem nú þekur óðalsstöðvar hans, gufuljónin, sem sigla
Hrafnistumannabir móti stormi inn á höfnina, og skipaflot-
ann okkar allan saman á höfninni. Iíann mundi naumast
kannast við átthaga sína. Enn eins mundi hann áreið-
anlega sakna, akranna, sem áður brostu við hjer og hvar
á nesinu og í eijunum í kring, og ef honum irði reikað
ofan á bæjarbriggju, þegar verið er að skipa upp útiend-
um mjölsekkjum, svo hundruðum skiftir, mundi hannef
til vill hrista höfuðið og spirja: Er þetta framför?
Iiins vegar bíst jeg við, að prófasturinn í Görðum
á Álftanesi mundi hefja upp brúnir, ef hann vaknaði alt