Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 173
BÚNAÐARRIT.
169
að rekja bæði til enskra og norskra hesta, þá er mjög
eðlilegt, að hann sé minni en norski hesturinn, því þessi
enska hestategund var mjög lítil.
Auk þess hefir verið gert mikið í Noregi til þess
að bæta hestakynið. Norsku hestarnir hafa því smá-
stækkað, en okkar hafa staðið í stað, eða ef til vill
minkað, því til skamms tíma höfum við gert lítið sem
ekkert til að bæta hestakynið.
Frá því fyrst er sögur fara af íslandi, hafa hestarnir
verið notaðir til reiðar og áburðar. Þeir hafa verið hinn
helzti samgöngumiðill, sem við höfum haft. Það er
heldur ekkert útlit fyrir, að það breytist fyrst um sinn.
hótt járnbrautir komi innan skamms og menn fari að
flytja vörur sínar með þeim, og bændurnir þurfi ekki
annað, þegar þeir skreppa í kaupstaðinn, en að stíga
upp í járnbrautarkiefann, og geti síðan setið rólegir þar
til eimlestin iivín og boðar næsta viðkomustað, þá þarf
þó samt hestinn til að flytja til og frá brautarstöðinni.
Og þó eimvagnar (mótorvagnar) fari að þjóta um
landið þvert og endiiangt, þá geta þeir ekki gert hest-
ana óþarfa. Skilyrðum þeim, sem þeir þurfa, er ekki
hfllnægt nema í einstöku héruðum, og álment geta þeir
því ekki komið í stað hestanna.
Þetta tvent, eimlestir og eimvagnar, getur með
tímanum létt starf hestanna sem flutningsmiðils, en
engan veginn gert þá óþarfa. Það á með tímanum að
gera alla flutninga léttari og ódýrari, svo menn þurfi
fœrri hesta, en útrýmt- verður þeim ekki, þeirra þarf
úieð engu síður.
Frá því landið bygðist og alt fram um árið 1300
voru hestar alment notaðir til dráttar. Þá var líka
akuryrkja almenn, og akrarnir voru plægðir og unnir
tneð verkfærum. Nautum — uxum — var oft beitt
fyrir þau, en þó voru hestar stundum notaðir í þeirra
stað. Ýms akstursáhöld, svo sem vagnar, sleðar og