Búnaðarrit - 01.01.1910, Side 174
170 BÚNAÐARRIT.
vögur voru notuð, og lítur út fyrir, að það hafi verið
alment.
Á 14. öld var farið að hætta að nota hestinn til
dráttar. Yegum þeim, sem landsmenn höfðu gert og
landslögin ákváðu að hver bóndi skyldi halda við í sinni
landareign, var ekki haldið eins vel við og skyidi, og
voru því orðnir lélegir. Það hefir sjálfsagt átt sinn þátt
í því, að akstur fór minkandi. Um sama leyti lagðist
akuryrkja niður, og þá höfðu menn minni not af hest-
um til dráttar. Framtakssemi og starfsþrek landsmanna
var einnig orðið minna en áður hafði verið.
Frá þeim tíma hafa hross verið mjög lítið notuð
til dráttar. Það er ekki íyrri en á síðasta fjórðungi
nítjándu aldarinnar, að menn fara aftur að aka. Yeg-
irnir voru bættir, og menn fóru að hagnýta sjer afl
hestsins betur. Sórstaklega er það nú á tuttugustu öld-
inni, að vagnar, kerrur og sleðar ryðja sér til rúms.
Þeir rýma reiðingunum úr vegi, og er það mikil framför.
Búskapur bóndans blessast því aðeins, að hann læri
að nota sér þau öfl — þá krafta — sem hann á ráð á,
og hagnýta sér þau þannig, að hann fái sem mesta
vinnu fyrir hverja krafteiningu, sem hann stjórnar. Eins
beita menn hestum sínum fyrir plóg, herfi og önnur
jarðyrkjuáhöld og láta þá hjálpa sór til við ræktun
landsins. Þar koma þeir í staðinn fyrir höndina, sem
pældi með pálnum og rekunni, muldi með klárunni og
jafnaði með hrífunni. Með því er hægt að vinna verkið
miklu fljótara og mun ódýrara. Sama gerðu einnig for-
feður vorir, enda voru þeir búhöldar góðir, en í staðinn
fyrir hestinn notuðu þeir mest uxa.
Sá siður var einnig mjög almennur að etja saman
hestum, og hélst hann alt fram á seytjándu öld. Árið
1623 var síðasta hestaat, sem sögur fara af. Það voru
valdir hestar, sem leiddir voru saman og látnir berjast
og bítast. Það þótti góð skemtun að horfa á hestaat,
og sótti þangað mikill mannfjöldi. Oft hlautst ilt af