Búnaðarrit - 01.01.1910, Síða 175
BÚNAÐARRIT.
171
hestaötum, og fengu margir höfðingjarnir að kenna á því.
Vænt þótti fornmönnum um hestana. Þeir höfðu
lang-mest dálæti á þeim af öllum húsdýrum sínum.
Stundum lögðu þeir átrúnað á hesta, og voru þá slíkir
hestar helgaðir goðunum. Menn trúðu að slíkir hestar
gætu sagt fyrir óorðna hluti, og svo gat dálætið á þeim
orðið mikið, að enginn mátti snerta þá annar en eig-
andinn. Þeir bönnuðu með lögum að marka hestinn,
en buðu að marka hin húsdýrin. Að marka hestinn
þót.ti skeiða fegurð hans, og það þótti hið mesta ódæði.
Ferðamönnum var gefm heimild til að stela heyi handa
hestum sínum, ef ekki næðist í fólk til að biðja um
leyfi, og með lögum var hverjum manni boðið að selja
hey handa hestum ferðamanna, hvernig svo sem hey-
birgðum hans var varið.
Þetta sýnir ijóslega, hve mikið dálæti forfeður vorir
höfðu á reiðhestum, og hversu mikið ástfóstur þeir lögðu
við þá. Þeir hýstu þá og ólu, enda er bæði getið um
hesta, sem voru aldir á töðu og korni.
En auk þeirra voru útigangshross. Meðferð þeirra.
ínun hafa verið svipuð og hún er enn þann dag í dag.
Hey var þeim þó ætlað. Sést það meðal annars af sög-
Unni um Blundketil, er iandsetar hans báðu hann um
hey. Ilann lót þá reka heim 160 hross og slátra 40
af þeim, svo léttara yrði á fóðrunum, og landsetar hans
gætu fengið það, sem þeim var ætiað.
Hesturinn var hið eina húsdýr, sem forfeður vorir
stunduðu kynbætur með; það var auðvitað meira óbein-
hnis en beint, en kynbætur voru það engu að síður.
^eir lótu sér mjög ant um, að fá góðan stóðhest handa
stóðmerum sínum, og vönduðu val hans sem bezt.
Hesta áherzlu iögðu þeir á vöxt og gæði hestsins, en þó
tóku þeir einnig tillit til litar. Helzt vildu þeir að öil
stóðhrossin væru eins á litinn. Fallegast þótti þeim, að
hau væru brún, rauð, grá eða fífilbleik að iit. Stóð-
hrossunum héidu þeir síðan sór, svo að stofninn ekki